Netorðin-5-jpeg

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag

Netorðin-5-jpeg

Í dag, 10. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn í tólfta sinn hjá yfir 100 þjóðum. Þema dagsins er „Gerum netið betra saman“ og víða er skipulögð dagskrá í þessum löndum þar sem fjallað er um þessi mál. SAFT vekur athygli á nýju fræðsluefni á vef sínu saft.is  og er þar margt gagnlegt að finna fyrir foreldra og kennara til að styðjast við í sinni umfjöllun við krakkana svo sem um netheilræði, samskipti á netinu og hvað ber að varast.

Samtökin hafa einnig gefið út NETOÐIN 5 sem eru 5 góðar reglur sem vert er að hafa í huga þegar ferðast er um netið – sjá mynd. Þess virði að kíkja á síðu SAFT í dag og skoða það góða efni sem þar er í boði. 

Birt í flokknum Fréttir.