Skólaslit 2021

Mánudagurinn 7. júní er síðasti skóladagur nemenda í 1. – 9. bekk. Þau mæta að morgni dags og eru við leik og störf skv. skipulagi kennara hvers árgangs.  Markmiðið er að eiga góðar og skemmtilegar samverustundir í lok skólaársins.

Daginn eftir, þriðjudaginn 8. júní verður skólanum slitið, en þar sem samkomutakmarkanir, (sem leyfa aðeins 150 manns og eru nemendur í þeirri tölu), koma í veg fyrir þátttöku foreldra í skólaslitum,ætlum við að ljúka þeim þætti í lok skóladags 7. júní hjá nemendum í 1. til 4. bekk. Dægradvölin er svo opin fyrir þau alla vikuna, eins og kunnugt er.

Nemendur í 5. – 7. bekk eiga að mæta á skólaslit 8. júní kl. 9:00 og nemendur í 8. og 9. bekk kl. 10:00. Þeir fara fyrst til umsjónarkennara sinna sem spjalla við þá um veturinn sem var að líða og sumarið sem nú er að taka við. Síðan hittast allir í salnum þar sem skólanum verður formlega slitið.

Birt í flokknum Fréttir.