Skíðaferðir á fimmtudag og föstudag

Fimmtudaginn 14. mars er skíðaferð fyrir 8. – 10. bekk og föstudaginn 15. mars er skíða- og útivistadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað klukkan 9:00, það verður skíðað til klukkan 14:40 og lagt af stað heim klukkan 15:00. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða. Það er líka hægt að fara í stuttar gönguferðir eða bara leika sér í snjónum. Við ætlumst til að allir komi með.

Skólinn sér um nesti í hádeginu en krakkarnir þurfa að koma með annað nesti sjálf. Lyftukortin kosta 600 krónur, leiga á skíðum og bretti er 2000 krónur. Umsjónarkennarar taka við peningunum og ganga frá greiðslum í Bláfjöllum.

Skólinn sér um rútukostnað og úrvals skíðakennslu.

Allir verða að koma vel klæddir því það getur orðið kalt til fjalla þennan dag.

Birt í flokknum Fréttir.