Þessa vikuna höfum við haft góða gesti í heimsókn frá Englandi, Þýskalandi, Spaní og Kýpur. Þetta eru 10 kennarar sem eru þátttakendur í Comeníusar-verkefni sem Salaskóli er einnig hluti af og heitir Europe- Ready, Steady, Go! Verkefnið hófst í haust og stendur yfir í tvö ár á miðstigi. Nemendur tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim skólann og hvað þeir væru að gera í náminu. Kennarar á miðstigi funduðu ásamt erlendu gestunum um stöðu verkefnisins og framgang á næstu vikum. Það er alltaf gaman að fá gesti sérstaklega þegar nemendur eru til mikils sóma og sýna sínar bestu hliðar.
Comeniusar-gestir í heimsókn
Birt í flokknum Fréttir.