Skíðaferð 5. – 7. bekkja

Ef veður leyfir verður föstudagurinn 15. mars útivistar- og skíðadagur hjá 5. – 7. bekk. Við munum leggja af stað í Bláfjöll klukkan 9:15 og verður skíðað til klukkan 14:00 og lagt af stað heim klukkan 14:30. Þar sem þetta er ekki bara skíðaferð þá mega nemendur sem ekki vilja fara á skíði eða bretti koma með sleða og spil, getað haft það kósý inn í skála milli þess sem þau leika sér í snjónum. Þeir sem eru nýgræðingar á skíðum fá leiðsögn frá okkar frábæru skíðakennurum.

Það getur verið að þetta rekist í tómstundir hjá einhverjum nemendum en við bendum á að skíðaferð er bara einu sinni á ári og ógleymanleg upplifun fyrir krakkana.

Þeir sem vilja leigja skíðabúnað geta gert það. Þeir þurfa að vita hæð sína, þyngd og skóstærð. Leiga á skíðum og brettum er 2.340 kr. Lyftukort kostar 890 kr. Nemendur þurfa að passa vel upp á lyftukortin og skila þeim í lok dags.

Það er mikilvægt að klæða sig vel og hafa skíða- eða reiðhjólahjálm með.

Nemendur koma með nesti sjálfir þennan dag og við mælum auðvitað með hollum bita. Munið einnig eftir drykkjum.

Við munum kanna veður og færð í Bláfjöllum snemma á föstudagsmorgun og láta vita ef það er lokað svo fljótt sem það liggur fyrir. Ef það verður lokað þá mæta nemendur í skólann eins og venjulega.

Birt í flokknum Fréttir.