is.jpg

Seinni hluti fjölgreindaleika

is.jpgRétt fyrir hádegi var unnið hörðum höndum á stöðvunum fjörutíu sem bjóða upp á viðfangsefni fyrir þátttakendur fjölgreindaleika. Þrautirnar reyna á mismunandi hæfileika nemenda því það er hægt að vera góður á mismunandi sviðum.
Myndir frá seinni degi fjölgreindaleika

Sumir finna strax út hvernig á að raða tangram, nokkrir vita alveg hvernig heyrist í hrossagauk, smíðavinnan leikur í höndunum á öðrum og enn aðrir vita hvar "öll lönd í heimi" eru. Þannig geta allir lagt eitthvað að mörkum til að liðið fái sín stig. Eftirtektarvert er hvað liðsstjórar og eldri nemendur hafa lagt sig fram um að aðstoða þá yngri – sem er þeim til hróss. Þrautastörf taka á enda tóku nemendur vel til matar síns í hádeginu og mikil gleði var með íspinna sem boðið var upp á í eftirmat. Fjölgreindaleikum lýkur í dag.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .