Fornvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 30 september. Með deginum er verið að koma á framfæri nokkrum heillaráðum sem rannsóknir sýna að geti stuðlað að því að unglingar verði síður fíkniefnum að bráð. Hér í skólanum verður viðamikil dagskrá í tilefni dagsins sem er einkum ætluð níundu bekkingum. Nemendur skoða myndband og taka þátt í hópstarfi auk ratleiks á vefsíðu forvarnardagsins.