Síðasta morgunkaffið í morgun!

Í morgun mættu foreldrar 10. bekkinga í morgunkaffi með skólastjórnendum. Þetta var 19. morgunkaffið frá frá því í janúar. Alls mættu 397 foreldrar, 163 pabbar og 234 mömmur, foreldrar 296 barna. Eins og í fyrra var 100% mæting í lóum einum bekkja, en nokkrir aðrir komu fast á hæla þeirra.

 

Margt var spjallað. Eineltismál bar á góma sem og skólastarfið almennt. Hvert kaffiboð endaði á heimsókn í bekkinn.

Foreldrar fylltu út matsblöð og skrifuðu eitthvað tvennt sem vel er gert og eitthvað sem betur má fara í skólanum. Við erum nú að finna úr þeim blöðum og látum vita þegar skýrsla liggur fyrir.

Við þökkum foreldrum fyrir góða þátttöku og mikinn áhuga á skólastarfinu.

Birt í flokknum Fréttir.