Krúsilíus

Næstkomandi  miðvikudag 24. mars er  foreldrum  boðið á tónleika. Þar munu börnin í 1. – 4. bekk syngja valin lög af plötunum Krúsilíus og Berrössuð á tánum. Lög og textar eru öll eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson.

Tónleikar þessir eru afrakstur af samstarfi bekkjarkennara sem kenndu textana,Heiðu sem stjórnar samsöng og Ragnheiðar kórstjóra. Okkur fannst spennandi að taka þessi lög fyrir, því bæði eru þau fjörug og hugmyndarík auk þess sem textarnir eru bráðsnjallir. Tónleikar 3.- 4. bekkjar og yngri kórsins eru  kl. 8:30 í sal skólans. Tónleikar  1.-2. bekkjar og yngri kórssins eru kl. 10:00 í sal skólans. Kær kveðja,  kennarar

 

Birt í flokknum Fréttir.