Silfurliðið 2015

Salaskólastelpur tóku silfrið

Silfurliðið 2015Salaskóli tók silfur á íslandsmóti stúlknasveita í skák á laugardaginn. Athygli vekur að þrjár systur skipuðu efstu þrjú borðin í liðinu okkar og ein góð skólasystir á fjórða borði. Þær sigruðu alla hina skólana nema meistaralið Rimaskóla. En stundum er gott silfur gulli betra.   
Lið Salaskóla var skipað eftirfarandi stúlkum:
1b. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 10. b kjóar
2b. Þórdís Agla Jóhannsdóttir 3. b glókollar 
3b. Elín Edda Jóhannsdóttir 6. b himbrimar
4b. Selma Guðmundsdóttir 6. b flórgoðar
Liðsstjóri var Tómas Rasmus.

         

Birt í flokknum Fréttir og merkt .