Undanrásir fyrir meistaramót Salaskóla í skák hófust á föstudaginn

Alls kepptu 47 krakkar úr 5. til 7. bekk. Hér eru úrslit úr þeim viðureignum. Efstu fjórir úr hverjum árgangi fá síðan að keppa í úrslitakeppninni „ Meistari meistaranna“ sem verðu í lok febrúar. En þar sem gífurlegur skákáhugi er í 6. bekk þá fá þeir 2 aukafulltrúa á lokamótið. Greinilegt er að þeir sem stunda skákina skipulega ná bestum árangri og efstu sætin voru öll skipuð nemendum sem æfa í hverri viku í skákakademíu Kópavogs í Blikastúkunni sjá nánar hér.

Einnig tefla nokkrir á opnum mótum fyrir almenning og eru tveir kappar úr Salaskóla að keppa á Skákþingi Reykjavíkur og nokkrar stúlkur á Íslandsmóti stúlknasveita. Næsta föstudag þann 6. feb.2015 er stefnt á keppni hjá unglingadeildinni og viku síðar hjá yngstu krökkunum. Mótsstjóri á meistaramóti Salaskóla er Tómas Rasmus.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .