bus

Notið hringtorgið við skólann

Ef þið þurfið að aka börnunum í skólann t.d. vegna leiðinda veðurs þá biðjum við ykkur um að nota hringtorfið við skólann til að sleppa þeim út. Það er miklu öruggara en að fara inn á bílaplanið. Strætó er hættur að fara í hringtorgið og þetta er því í góðu lagi. Ef það er mikil traffík þá er hringtorgið stórt og nóg pláss sem sjálfsagt er að nota. Við höfum einnig fengið ábendingar um að einhverjir fara í Suðursali og hleypi börnum út þar. Það skapar óþarfa hættu þar. Notið frekar hringtorgið við skólann.

Förum varlega í umferðinni!

Birt í flokknum Fréttir.