Vitlaust veður í fyrramálið

Veðurstofan spáir vitlausu veðri í fyrramálið í Kópavogi og víðar.
Veðrið verður að líkindum mjög slæmt þegar krakkar halda af stað i
skólann og foreldrar í vinnu. Eins og endranær munum við opna skólann
á réttum tíma foreldrar verða sjálfir að meta hvort og hvenær þeir
koma börnum sínum í skólann. Líklegt er að færð spillist og umferð
gangi treglega og auðvitað er líka spurning um hvort yfirleitt sé
skynsamlegt fyrir fólk að halda af stað meðan veðrið er sem verst. Það
verða því allir að fylgjast vel með og alls ekki að senda yngri börn
án þess að fylgja þeim. Fylgist með tilkynningum í fyrramálið.

Biðjum alla að setja öryggið framar öllu. Ef allir fara af stað rétt
um átta á bílum sínum og aka börnum sínum í skólann verður
umferðaröngþveiti þar og ástand verður hættulegt. Við mælum því með
því að þið takið því bara rólega í fyrramálið og skutlið krökkunum
þegar þið sjálf treystið ykkur til að fara á bílnum í vinnuna.

Það er mikið álag á skrifstofu Salaskóla undir þessum kringumstæðum og
við biðjum ykkur ekki um að hringja í skólann nema erindið sé mjög
brýnt. Sendið frekar tölvupóst á ritari@salaskoli.is

Birt í flokknum Fréttir.