Morgunkaffi með skólastjórnendum

Á næstu vikum bjóða stjórnendur Salaskóla foreldrum í morgunkaffi. Fyrirkomulagið er þannig að foreldrar nemenda í hverjum bekk fyrir sig mæta kl. 8:10 á kaffistofu starfsmanna, fá sér kaffisopa og spjalla við skólastjórnendur um skólastarfið. Eftir spjallið er bekkurinn heimsóttur í kennslustund og svo er allt búið kl. 9:00

Meðan á kaffispjallinu stendur skrifa foreldrar á blað það sem þeim finnst gott í starfi skólans og það sem má bæta.

Morgunkaffi með foreldrum er siður sem var tekinn upp fyrir nokkrum árum í Salaskóla. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir foreldra að ræða skólastarfið við stjórnendur og fyrir stjórnendur að koma sjónarmiðum á framfæri við foreldra. Þá kynnast foreldrar einnig innbyrðis sem er ekki síður mikilvægt.

Dagsetningar eru þessar:
8. nóv – álftir
9. nóv – súlur
10. nóv – langvíur
11. nóv – teistur
15. nóv – lundar
16. nóv – ritur
17. nóv – mávar
18. nóv – kríur
22. nóv – steindeplar
29. nóv – starar
30. nóv – maríuerlur
1. des – stelkar
2. des – sólskríkjur
6. des – glókollar
7. des – þrestir
8. des – spóar

9. des – lóur

13. des – sendlingar

14. des – hrossagaukar

15. des músarindlar

 

Unglingadeildin er svo eftir áramót

Birt í flokknum Fréttir.