Nú þurfa krakkarnir bók í jólagjöf


Smá hugleiðing vegna PISA skýrslunnar:


Niðurstöður PISA rannsóknarinnar frá 2012 voru kynntar í vikunni. Við fyrstu sýn eru þær varla gleðiefni fyrir okkur Íslendinga, sem viljum ævinlega vera mest og best í öllu. Það er reyndar til einföld lausn á þeim vanda sem við erum í, en hún kostar korter á dag. En í PISA leynast líka góð tíðindi fyrir okkur Frónbúa.

Engum nemanda ofaukið
Fyrst að jákvæðu fréttunum. Íslenskum grunnskólum tekst að mestu að útmá þann mun sem er mögulega á aðstöðu nemenda eftir fjárhag heimilanna innan sama skólahverfis. Jöfnuður milli grunnskóla hér á landi er með allra mesta móti í heiminum. Og niðurstöður PISA rannsóknarinnar staðfesta ennfremur að innan hvers skóla er getustig nemenda það fjölbreytilegasta sem gerist í heiminum, hver skóli hefur bæði mjög sterka og mjög slaka nemendur. Þetta er ein mikilvægasta sérstaða íslenska grunnskólans. Við viljum ekki aðgreiningu eftir námsgetu, við viljum ekki skilja neinn út undan. Í okkar skólum á engum nemanda að vera ofaukið.

Lesa meira

Teflt af miklu kappi í undankeppninni

Salaskoli_Yngsta_stig_skakmot_2013_Myndin_Nú er lokið fyrsta riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. Föstudaginn 29.11.2013 kepptu 24 lið frá yngsta stigi sem eru krakkar úr 1. - 4. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs                        vinningar

1          4b Tjaldar A                   11,5

2          4b Tildrur A                    10,5

3..4       4b Vepjur B                   9,5

3..4       2b Músarindlar A            9,5

5          4b Vepjur A                    8

6..9       4b Tjaldar C                   7

6..9       4b Tildrur C                    7

6..9       3b Lóur A                      7

6..9       3b Lóur B                      7

Lesa meira

Aðventuganga foreldrafélagsins

Aðventugangan árlega er nk. fimmtudag, 5. desember. Hefst kl. 1700 í Salaskóla og þar leikur flautuhópur Skólahljómsveitarinnar falleg jólalög. Eftir það er farið í ljósagöngu og heilsað upp á prestana í Lindakirkju og svo gengið aftur í skólann þar sem allir fá heitt kakó og smákökur. 

Lesa meira

Lestrarkeppninnni LESUM MEIRA lokið

mavar

Undanfarnar fjórar vikur hafa bekkirnir á miðstigi verið að keppa saman í lestrarkeppninni LESUM MEIRA. Markmið keppninnar er að nemendur verði víðlesnari, auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Frá skólabyrjun hafa krakkarnir verið að undirbúa sig fyrir keppnina með því að lesa bækur af ákveðnum lista sem gefinn er upp. Á honum eru valdar bækur sem eru við flestra hæfi og auðvelt er að nálgast, 16 íslenskar skáldsögur, 6 þjóðsögur og 3 endursagðar Íslendingasögur.

Lesa meira

Verðlaun fyrir norræna skólahlaupið

hlaup

Norræna skólahlaupið er hlaupið nánast í öllum skólum á landinu og á hinum norðurlöndunum. Við í Salaskóla höfum haft þetta með örlitlu öðru sniði en aðrir, þar að segja í stað þess að hlaupa ákveðnar vegalengdir sem nemendur geta valið um 3,5 km, 5 km og 10 km. Við notum einn íþróttatíma eða 35 mínútur þar sem nemendur hlaupa eins marga (nettóhringi) sem er 640 metra hringur og þeir geta. Í ár hlupu nemendur Salaskóla 1,745 km sem er bæting um 502 km frá því í fyrra. Sú sem hljóp mest hjá stelpunum í 1.-4. bekk hljóp 9 hringi og það var Sandra Diljá hjá strákunum voru það Anton Fannar, Gísli Gottskálk og Kári Vilberg sem hlupu einnig 9 hringi sem eru 5,76 km. 

Lesa meira

Verðlaunahátíð Fjölgreindaleikanna

Í dag voru allir nemendur skólans kallaðir á sal, Klettagjána,  en þar fór fram verðlaunahátíð að loknum fjölgreindaleikum 2013. Liðin fengu mismunandi mörg stig á þeim fjölmörgu stöðvum sem voru í gangi á fjölgreindaleikum en þau eru gefin fyrir frammistöðu liðsins, en einnig voru gefin stig fyrir jákvæðni og prúðmennsku. Það gat líka skipt […]

Lesa meira

Nemendur í 7.og 8. bekk söfnuðu fyrir Rauða krossinn.

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa verið í góðgerðarþema að undanförnu. Fulltrúi frá Rauða krossinum kom í heimsókn og fræddi okkur um starfsemina. Þemað endaði á kaffihúsi þar sem foreldrar og aðstandendur gátu keypt vöfflur, kaffi, djús, heimgerð jólakort og origami túlípana. Það söfnuðust rúmlega 70.000 kr. Helga Halldórsdóttir kemur frá Rauða krossinum á […]

Lesa meira

Níundubekkingar á Laugum

Undanfarin ár hafa 9.bekkingar í skólanum sótt Lauga í Sælingsdal heim sem Ungmennafélag Íslands rekur. Hvert námskeið stendur í viku og er farið á mánudagsmorgni og komið heim á föstudagseftirmiðdegi. Dagskrá daganna samanstendur af skipulögðum viðfangsefnum tengdum lífsleikni, lifandi sögu, íþróttum og útivist og frjálsum tíma síðdegis ásamt kvöldvökum. Aðstaða er öll hin glæsilegasta.Nemendur okkar í kjóum og […]

Lesa meira

Við erum vinir ….

Haldið var upp á baráttudag gegn einelti, sem er í dag 8. nóvember, með því að nemendur og starfsfólk söfnuðust saman í útiþinginu (hringnum) þar sem við hittum leikskólabörn úr nærliggjandi leikskólum. Þar var sungið saman lagið Við eru vinir  og fleiri lög í sama dúr. Víða í hópnum mátti sjá plaköt þar sem […]

Lesa meira

Reykjafarar kom um þrjúleytið

Reykjafarar verða við Salaskóla um kl. 15.

Lesa meira

Vetrarleyfi

Mánudaginn 21. október og þriðjudaginn 22. október er vetrarleyfi í Salaskóla. Engin starfsemi er í skólanum þessa daga. 

Lesa meira

Frá stjórnendum Salaskóla

Ágætu foreldrar Okkur undirrituðum er kunnugt um að póstkerfi Salaskóla, mentor, hafi verið notað af foreldrum í síðustu viku til að senda fjöldapóst vegna hugmynda um fyrirhugaða stækkun íþróttahússins. Við vitum ekkert um hvers vegna kerfið okkar var notað og berum enga ábyrgð á þeim bréfum sem send voru. Sérhvert foreldri getur sent fjöldapóst […]

Lesa meira