hlaup

Verðlaun fyrir norræna skólahlaupið

hlaup

Norræna skólahlaupið er hlaupið nánast í öllum skólum á landinu og á hinum norðurlöndunum. Við í Salaskóla höfum haft þetta með örlitlu öðru sniði en aðrir, þar að segja í stað þess að hlaupa ákveðnar vegalengdir sem nemendur geta valið um 3,5 km, 5 km og 10 km. Við notum einn íþróttatíma eða 35 mínútur þar sem nemendur hlaupa eins marga (nettóhringi) sem er 640 metra hringur og þeir geta. Í ár hlupu nemendur Salaskóla 1,745 km sem er bæting um 502 km frá því í fyrra. Sú sem hljóp mest hjá stelpunum í 1.-4. bekk hljóp 9 hringi og það var Sandra Diljá hjá strákunum voru það Anton Fannar, Gísli Gottskálk og Kári Vilberg sem hlupu einnig 9 hringi sem eru 5,76 km. 

Það voru fjórar stelpur sem hlupu 11 hringi í 5-7 bekk eða 7,04 km og það voru Ólafía Elísabet, Kristjana Rún, Hildur María og Brynja Sævarsd. Það voru þrír strákar sem hlupu 12 hringi eða 7,68 km og þeir Andri Már, Ágúst Unnar og Viktor Orri. Í unglindadeildinni voru þær Sara Hlín og Stella sem hlupu 11 hringi eða 7,04 km og hjá strákunum voru það Eyjólfur Jóhann og Patrik Sigurður sem hlupu 13 hringi sem eru samtals 8,32 km sem eru met í skólanum.
1.-4. bekkur Tildrur 74,9 km

5.-7. bekkur Spóar 92,8 km 
8.-10. bekkur Lundar 110,7 km.

Birt í flokknum Fréttir.