Frábærir morgunfundir

Nú hafa foreldra allra nemenda átt kost á að koma í morgunkaffi hér í Salaskóla á þessu skólaári. Haldnir voru 20 fundir og mættu 413 foreldrar, eða 75% foreldra. 

Í unglingadeild mættu að meðaltali 55% foreldra, á miðstigi mættu að meðaltali 78% foreldra og á yngsta stigi 84% foreldra. Í þeim bekk sem best mæting var mættu foreldrar allra barna en í þeim bekk sem slökust var mæting komu 36% foreldra. Besta mætingin var í lóum, þar var 100% mæting. Steindeplar lentu í 2. sæti með 95% mætingu og mávar í 3. sæti með 90% mætingu.

Við erum að vinna úr matsblöðunum sem foreldrar fylltu út á fundunum. Ljóst er að foreldrar eru mjög ánægðir með skólastarfið og bera mikið traust til kennara. Jafnframt komu fram ágætar ábendingar um það sem betur má fara og eitthvað af tillögum um nýjar leiðir. Skýrslan verður birt á heimasíðunni þegar hún er tilbúin.

Morgunkaffið í Salaskóla hefur öðlast sess í samstarfi skólans við foreldra. Það skilar miklu inn í skólastarfið, byggir upp traust á milli skólans og heimilanna og hjálpar okkur við að byggja upp góðan skóla.

Birt í flokknum Fréttir.