Foreldrum boðið í morgunkaffi

Í allmörg ár hafa stjórnendur Salaskóla haft þann ágæta sið að bjóða öllum foreldrum í morgunkaffi einu sinni á hverju skólaári. Að þessu sinni byrjum við í næstu viku en breytum nú aðeins út frá venjunni því nú eiga allir foreldrar í hverjum árgangi að mæta á sama tíma. Við byrjum alltaf kl. 8:10 í salnum okkar, spjöllum svolítið saman yfir kaffibolla og kíkjum svo á bekkina. Gerum ráð fyrir að allt sé búið kl. 9.00. Foreldrar eru beðnir um að fylla út eyðublað þar sem þeir eiga að skrifa 2-3 atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi skólans og 2-3 atriði sem þeir telja að megi gera betur eða ábendingar um eitthvað sem þeir vilja sjá í skólastarfinu. Eyðublaðið verður sent heim með fundarboði og foreldrar geta því fyllt það út heima og skilað svo á fundinum. Við hvetjum alla til að mæta, bæði pabba og mömmur. 

Fyrsti fundurinn verður 14. janúar og þá eiga foreldrar 1. bekkinga að mæta. Fundirnir verða annars sem hér segir:

15. janúar – 2. bekkur

16. janúar – 4. bekkur

17. janúar – 3. bekkur

22. janúar – 5. bekkur

30. janúar – 8. bekkur

31. janúar – 7. bekkur

4. febrúar – 9. bekkur

5. febrúar – 10. bekkur

6. febrúar – 6. bekkur

Birt í flokknum Fréttir og merkt .