Efnt verður til níundu fjölgreindaleika Salaskóla dagana 6. og 7. október Allir nemendur taka þátt í leikunum og er þeim skipt í 40 hópa og í hverjum hópi eru nemendur af öllum skólastigum. Keppnisgreinar eru 40 og hver hópur keppir í öllum greinum. Keppnisgreinar reyna á allar greindir og fjölbreytni er afar mikil. Þennan dag mætir starfsfólk í furðufötum.