ljosmyndaraut.jpg

Fjölgreindaleikar fara vel af stað

ljosmyndaraut.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á fjölgreindaleikum er krökkum úr öllum bekkjum skipt upp í 40 tíu manna lið þar sem sá elsti er liðsstjórinn og sér til þess að liðsmenn séu að sinna sínum verkum. Krakkarnir fara á milli stöðva og leysa alls kyns þrautir sem reyna á mismunandi hæfni þeirra. Á hverri stöð er starfsfólk skólans sem heldur utan um stigafjölda liðsins. Liðið hefur 8 mínútur til þess að leysa hverja þraut.

Einbeitnin skein úr andlitum krakkanna sem voru mætt í íþróttahúsið í morgun til þess að takast á við hin ýmsu verkefni. Þau þurftu að sýna hæfni sína í plöntugreiningu, körfubolta, limbói, sms-sendigum, að hanga á slá, ljósmyndun, að kasta í keilur svo eitthvað sé nefnt. Krakkarnir sögðu að þetta væri mjög skemmtilegt og það væri spennandi að sjá hvað liðið gæti náð mörgum stigum í þrautunum. Annars gáfu þau sér ekki mikinn tíma til þess að tala við fréttasnáp salaskóla.is – ekki gott að láta trufla sig þegar skiptir mestu að standa sig á hverri stöð.  stelpur.jpg

Birt í flokknum Fréttir og merkt .