vinavika.jpg

Vinavika í Salaskóla

vinavika.jpgÞessa vikuna er svokölluð vinavika í Salaskóla. Þá þurfa allir að finna sér vinabekk, 2 – 3 bekkir saman, gjarnan á ólíkum aldri og vinna saman að skemmtilegum verkefnum. Dæmi eru um sameiginleg listaverk og gerð vinabanda. Einnig er vinþema gjarnan fléttað inn í kennsluna þannig að hver og einn nemandi geri einstaklingsverkefni sem tengist vinavikunni. Þemavikunni lýkur á föstudaginn með því að vinabekkirnir hittast í hátíðarsal skólans þar sem farið verður  í leiki undir handleiðslu Olweusarteymisins.

 

Vetrarleyfi og skipulagsdagur

Vetrarleyfi í skólum Kópavogs er mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar. Þá er skólinn lokaður.

Miðvikudaginn 25. febrúar er skipulagsdagur í Salaskóla og þá eiga nemendur frí, en dægradvölin er opin. Þess má geta að þennan dag verður öskudagsskemmtun í skólanum. Nánar auglýst síðar.

lestin.jpg

Vinnusamir nemendur í 1. bekk

lestin.jpg

Föstudaginn 6. febrúar voru 1. bekkingar búnir að vera 100 daga í skólanum. Þá var haldin hátíð og unnið með töluna 100 á mismunandi hátt. Kórónur útbúnar með 100 á, talið 10 sinnum upp í tíu með mismunandi góðgæti og fleira. Í myndasafni eru myndir frá hundraðdagahátíðinni.

Á miðvikudögum eru Maríuerlur og Steindeplar í samstarfi. Þeir tímar eru kallaðir lestin. Þá er bekkjunum blandað saman og síðan skipt  í þrjá hópa. Þá koma fleiri kennarar að hópunum. Unnið er að verklegum viðfangsefnum sem tengjast stærðfræðinni svo sem talnalínu, tugum og einingum. Útikennslan verður svo tengd við þau viðfangsefni sem tekin eru fyrir. Hóparnir eru: rauði hópurinn, blái hópurinn og guli hópurinn eins og litirnir á lestinni. Þau fara í einn hring og prófa öll viðfangsefni. Ánægjan leynir sér ekki á myndum sem smellt var af nemendum á dögunum.

kadlar197.jpg

Skólahreysti: Vorum hæst í undankeppninni

kadlar197.jpgAnnar riðill í undankeppni Skólahreystis fór fram í gær. Skólar frá Kópavogi, Mosfellsbæ,Garðabæ, Álftanesi og Kjalarnesi kepptu innbyrðis í Smáranum. Skemmst er frá því að segja að Salaskóli varð efstur í riðlinum og heldur því áfram keppni. Stórglæsilegur árangur hjá keppnisliði okkar. 

  skolahreysti2.jpg

skak09.jpg

Stelpurnar Íslandsmeistarar í skák

skak09.jpgÞrjú stúlknalið fóru á Íslandsmeistarmót í skák núna um helgina. Mótið var haldið hér í Salaskóla. Úrslit urðu á þann veg að Salaskóli vann í flokki A liða, B liða og C liða. Öll liðin okkar voru efst að stigum sem er frábær árangur hjá stelpunum. Í einstaklingskeppni varð Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, nemandi í 10. bekk, Íslandsmeistari stúlkna í eldri flokki (fæddar 1993-95) sem er stórglæsileg frammistaða. Hægt er að lesa nánar um úrslitin á skak.is 

Stúlknaliðin voru þannig skipuð:
A-sveit. 1. Jóhanna Björg, 10.bekk

             2. Hildur Berglin, Ritum

             3. Guðbjörg Lilja Svavarsd, Hávellum

             4. Erna María Svavarsd, Súlum.

B-sveit. 1. Una Sól, Ritum

             2. Anastasia, 9. bekk

             3. Rebekka Ósk Svavarsd, Kríum

             4. Heiða, Mávum

 C-sveit 1. Guðrún Vala, Þröstum

             2. Freyja, Hrossagaukum

             3. Móey, Hrossagaukum

             4. Hulda Clara, Steindeplum

              

Varamenn í C-sveit: Lana Kristín, Þröstum

                                 Hildur María, Steindeplum.

Mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk

Í dag, miðvikudaginn, 28. janúar, frá kl. 17:30-18:20 er mikilvægur kynningarfundur fyrir foreldra í 2. bekk. Þar verður sagt frá nemendum í 2. bekk sem eru allir á einhverfurófinu.  Við ætlum að kynna hvað einhverfurófið er og hvernig þessir ákveðnu nemendur taka þátt í skólastarfinu með okkur. Foreldrar nemendanna munu kynna þá.

Einnig verða þau úrræði kynnt sem Salaskóli býður upp á fyrir nemendur á yngsta stigi sem þurfa á stuðningi að halda, bæði hvað varðar nám og annað.

Mjög mikilvægt er að allir foreldrar mæti.  Fundurinn er í salnum okkar.