Skáksveit Salaskóla vann stórsigur, 3,5-0,5, á finnsku sveitinni í fyrstu umferð Norðurlandamóts grunnskólasveita sem fram fór í dag í Stokkhólmi. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Páll Andrason og Eiríkur Örn Brynjarsson unnu en Patrekur Maron Magnússon gerði jafntefli.
Sveit Salaskóla mætir norsku sveitinni í dag.


Það var mikið fjör í dag þegar nemendur úr fjórða bekk, lundar og teistur, fóru í vettvangsferð að Vífilstaðavatni. Meðferðis voru háfar, prik og box af ýmsum stærðum og gerðum. Þó nokkuð margir gleymdu stígvélum, en létu það ekki stoppa sig, heldur rifu af sér strigaskóna og óðu út í. 