matur1bekkur.jpg

Knáir fyrstubekkingar

matur1bekkur.jpgFyrstubekkingarnir okkar í Salaskóla eru afar duglegir og jákvæðir krakkar sem hefur gengið vel að byrja í skólanum. Augljóst er að þau koma vel undirbúin frá leikskólanum því það er lítið mál fyrir þau að fara eftir fyrirmælum og gera eins og þau eru beðin um. Fyrstu matartímarnir hafa gengið vel fyrir sig, það reynir á að þurfa að bíða eftir að röðin kemur að manni og fara eftir settum reglum en það vefst ekki fyrir krökkunum okkar í 1. bekk sem eru til fyrirmyndar í alla staði.

ortrod.jpg

Örtröð á bókasafninu

ortrod.jpgÍ morgun opnaði bókasafnið í Salaskóla við mikinn fögnuð ungra lesenda sem hugðust finna sér lesefni við hæfi. Stríður straumur var úr og í safnið fram eftir morgni og allir jafn áhugasamir að kíkja á bækur og lesefni. Lesefni er eins fjölbreytt og lesendurnir eru margir. Sumir skráðu á sig bækur um fræðilegt efni en aðrir voru meira fyrir skáldsögur og léttar lestrarbækur. Örtröð á bókasafninu fyrsta morguninn en allir sýndu staka þolinmæði meðan beðið var eftir að láta skrá bókina sína.  

small_skolasetning.jpg

Salaskóli settur

small_skolasetning.jpg
Salaskóli var settur í dag og þar með hófst tíunda starfsár skólans. Nemendur í 2. -10. bekk mættu i skólann, hittu umsjónarkennarann og fengu afhentar stundatöflur. Það er alltaf gaman að hittast aftur eftir sumarfrí og  eftirvænting skein  úr mörgu andlitinu eins og myndirnar bera með sér.

Fyrstubekkingarnir mæta í viðtöl í skólann í dag og á morgun og byrja svo af fullum krafti á miðvikudaginn. 

Skólasetning 23. ágúst

Nemendur mæta sem hér segir mánudaginn 23.08.:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 24. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 23. og 24. ágúst. Kennsla hefst skv. stundaskrá  í 1. bekk miðvikudaginn 25. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 24. ágúst en lokainnritun fer fram mánudaginn 23. ágúst.

sklaslit_007.jpg

Útskrift og skólaslit

Í gær, 7. júní, voru tíundubekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn á sal skólans. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt umsögn í gamansömum tóni og góðum framtíðaróskum.
 sklaslit_007.jpg

 

Fulltrúar nemenda fluttu tónlistaratriði og héldu þakkarræðu. Borð svignuðu af góðgæti sem foreldrar komu með í tilefni dagsins. 

Í dag var svo skólanum slitið og fengu nemendur í 5. – 9. bekk einkunnirnar sínar afhentar en yngri nemendur höfðu fengið þær í hendur daginn áður. Þverflautukvintett nemenda við skólann spilaði, skólakórinn tók lagið og svo sungu allir saman "Vertu til er vorið kallar á þig". Vorhátíð foreldrafélagsins hófst svo í beinu framhaldi af skólaslitum þar sem fjörið réð ríkjum og pylsur voru grillaðar ofan í mannskapinn.sklaslit_028.jpg

legorobobo.jpg

Lególiðið farið til Tyrklands

legorobobo.jpgLególið skólans, Robobobo, er komið til Istanbul í Tryrklandi þar sem liðið tekur þátt í Evrópumóti First Lego League. Eins og kunnugt er vann liðið þáttökurétt í Evrópukeppninni eftir frækilega frammistöðu í Legókeppninni sem haldin var á Íslandi í nóvember síðastliðinn. Fylgist með krökkunum á vefsíðunni þeirra þar sem þau setja inn fréttir jafnt og þétt.