Skólahreysti í gangi

Fyrstu þrír riðlar í Skólahreysti MS fóru fram í gær 3. mars í Íþróttahúsinu í Smáranum. Í einum þeirra riðla var lið Salaskóla sem stóð sig með mikilli prýði í sínum þrautum og sýndi hreysti sína í hvívetna. Í liði skólans voru þau Kristín Gyða,  Hans Patrekur, Óliver, Hlín, Þórunn Salka og Jón Pétur. Sjá nánari úrslit hér.

 

Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2011 – 2012

Inn­ritun 6 ára barna (fædd 2005) fer fram í Salaskóla mánudaginn 7. og þriðjudaginn 8. mars frá kl. 9:00 – 15:00. Sömu daga fer fram inn­ritun nemenda sem flytjast milli skóla­hverfa og þeirra sem flytja í Kópa­vog eða koma úr einka­skólum.

Við hvetjum foreldra til að koma með börn sín á skrifstofu skólans til að innrita þau. Það er þeirra fyrsta heimsókn í skólann með foreldri og liður í að venja þau við nýjan skóla. 

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lokið

Meistaramóti Salaskóla í skák 2011 lauk mánudaginn 21.feb. Mótið var haldið í fjórum áföngum í janúar og febrúar. Fyrst var keppt í aldursflokkum, síðan voru öflugustu nemendurnir úr öllum aldurshólfum samankomnir í lokamótinu þar sem keppt var um titilinn meistari meistaranna.  Alls kepptu í undanrásunum 126 keppendur.
Úrslit urðu þessi:
Meistari meistaranna er Guðmundur Kristinn Lee  10. b., hann vann alla andstæðinga sína.

Síðasti tíminn var í útikennslustofunni

Föstudaginn 18. febrúar var síðasti tíminn í valgreininni Eldað og tálgað og þá fóru nemendur í útikennslustofu skólans með afurðir valgreinarinnar. Nemendur voru búnir að smíða fóðurhús og gera grillpinna fyrir skólann. Fuglafóðurhúsin voru hengd upp, Sigurður Guðni, skáti, í lómum kenndi nemendum og kennurum að hlaða bálköst, kveikti upp og bakað var kanilbrauð yfir eldi. Prófaðar voru nokkrar grillbrauðsuppskriftir í valinu og sú sem var grilluð yfir eldi þennan dag var sú besta að þeirra mati enda voru gerðir hálfgerðir kanilsnúðar sem vorur vafðir upp á grillteinana góðu. Verður ekki meira svona val spurðu nokkrir. Skoðið fleiri myndir.

BINGÓ

Þann 17 febrúar verður starfsfólk Leikskólans Fífusalir með Bingó í sal Salaskóla.
Bingóið byrjar kl 17.30 og er áætlað að það standi til 19.00
Spjaldið er á 500 krónur
Mjög veglegir vinningar í boði einnig verður til sölu á vægu verði, pizza & gos/safi.
Ágóðinn rennur í námsferð starfsmanna til Boston

Meistaramót Salaskóla- unglingaflokkur

Föstudaginn 11. febrúar mættu 23 unglingar til leiks og kepptu um að komast á keppnina um meistara meistaranna í Salaskóla. Efstu 12 voru þessir og munu þeir keppa um titilinn skákmeistari Salaskóla 2011 ásamt þeim öflugustu úr yngri flokkunum næst komandi föstudag (18.02.11):

Birkir Karl 9b.  9,0 v
Guðmundur Kristinn 10b. 7,5 v
Baldur Búi  8b 6,5 v
Eyþór Trausti 8b. 5,5 v
Guðjón Birkir 10b. 5,0 v
Matthías 8b. 5,0 v
Selma Líf 8b. 5,0 v
Þormar Leví 9b. 4,5 v
Sigurður Guðni 8b. 4,5 v
Ragnheiður Erla 8b. 4,5 v
Ingi Már 8b. 4,5 v
Grétar Atli 9b. 4,5 v

Framundan er sem sagt keppnin um meistartitil Salaskóla. Síðan er sveitakeppni Kópavogs og skömmu síðar verður Íslandsmót barnaskólasveita og Íslandsmót grunnskólasveita. En eins og þið vitið var Salaskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita árin 2009 og 2010.  og Norðurlandameistari grunnskólasveita árið 2009 og silfurlið frá síðasta Norðurlandamóti ( haustið 2010 ).