Fundargerðir Skólaráðs Salaskóla eru á vefnum. Smellið á „Foreldrar“ > „Skólaráð“.
Category Archives: Fréttir
Meistaramót Salaskóla er í fullum gangi

Nú er lokið meistaramóti Salaskóla á yngsta stigi og hjá unglingum en það var haldið föstudaginn 20. janúar.. Meistaramót Salaskóla á miðstigi verður föstudaginn 27. janúar 2012. Á meistaramóti unglinga sem var 20. janúar kepptu 20 krakkar en á meistaramóti yngsta stigs kepptu 44 krakkar.
Nánari úrslit unglinga.
Nánari úrslit yngsta stigs.
Myndir frá mótunum.
Foreldradagur
Foreldradagur er í Salaskóla í dag, 19. janúar, þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn. Aðrir kennarar skólans s.s. sérgreinakennarar eru einnig til viðtals ef óskað er. Nemendur á mið- og unglingastigi fá skriflegan vitnisburð í hendur og fara yfir árangur sinn í viðtalinu en yngstu nemendurnir fá munlegan vitnisburð og setja sér markmið fyrir næstu önn í samráði við umsjónarkennara og foreldra.
Skólahald með eðlilegum hætti
Skólahald er með eðlilegum hætti í dag í Salaskóla, þótt hann blási svolítið. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir þurfi að fylgja börnum sínum í skólann, en það getur orðið býsna blint á milli. Foreldrar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar um viðbrögð við óveðri:
http://salaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=279&Itemid=191
Góður árangur á Íslandsmóti

10 krakkar úr Salaskóla kepptu á Íslandsmóti barna nú um helgina. Hilmir Freyr Heimisson nemandi í 5 bekk náði öðru sæti, hann tapaði ekki einni skák en gerði tvö jafntefli við mjög sterka andstæðinga. Þeir Róbert Örn Vigfússon, Aron Ingi Woodard og Ágúst Unnar Kristinsson voru einnig í toppbaráttunni allan tíman og komust ásamt Hilmi í gegnum 15 manna úrtökuna.
Hér eru heildarúrrslitin.
Á myndinni eru Björn Ívar Karlsson, Hilmir Freyr og Stefán Bergsson.
Salaskóli prófar ipad-tölvur
Salaskóli hefur keypt tvær ipad-tölvur í því skyni að kanna hvort þær geti komið í stað venjulegra borðtölva. Tveir af kennurum skólans hafa fengið það verkefni að prófa tölvurnar og kynna sér alla möguleika á notkun þeirra í skólastarfi. Þeir fara nú í vikunni á BETT-sýninguna í London, en það er stærsta sýning í heiminum á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Á þeirri sýningu er að þessu sinni mikil kynning á notkun ipad í kennslu.
Morgunkaffi fyrir foreldra sendlinga, hrossagauka og músarindla
Þriðjudaginn 10. janúar er morgunkaffi fyrir foreldra sendlinga, miðvikudaginn 11. fyrir foreldra hrossagauka og fimmtudaginn 12. fyrir foreldra músarindla. Mæting á kaffistofu skólans kl. 8:10. Spjall um skólastarfið og síðan er bekkurinn heimsóttur. Morgunkaffi fyrir foreldra í unglingadeild verður svo í næstu viku.
Salaskólakrakkarnir fjölmenna á Íslandsmót barna 2012.
Íslandsmótið fer fram laugardaginn 7. janúar kl 11:00 til ca 16:30 í Rimaskóla. Keppendur verða að vera fæddir árið 2001 eða síðar. Veitt eru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi, og auk þess efnt til happdrættis svo allir eiga möguleika á vinningi.
Þessir eru þegar skráðir á hádegi þann 6.01.2012:
Aron Ingi Woodard
Axel Óli Sigurjónsson
Ágúst Unnar Kristinsson
Benedikt Árni Björnsson
Dagur Kárason
Hilmir Freyr Heimisson
Kjartan Gauti Gíslason
Róbert Örn Vigfússon
Sindri Snær Kristófersson
Gleðilega jólahátíð

Jólaböllin í skólanum gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.
Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum fimmtudaginn 5. janúar skv. stundaskrá. Miðvikudaginn 4. janúar er skipulagsdagur og dægradvölin er opin frá kl. 8:00.
Litlu jólin
Á morgun 20. desember eru litlu jólin hjá 1. – 7. bekk. Þá mæta nemendur í stofuna sína og ganga með umsjónarkennaranum sínum í röð í salinn þar sem dansað er í kringum jólatré. Nemendur mæta sem hér segir en gott er að mæta 10 mínútum fyrr:
| kl. 9:00 | kl. 10:00 | kl. 11:00 |
|
þrestir |
lóur |
hrossagaukar |
Unglingarnir halda sitt jólaball í kvöld, mánudaginn 19. des. og hefst það kl. 20:30.



