fri_rik_lafsson_955055

Skákdagurinn

fri_rik_lafsson_955055
Skákdagurinn er haldinn um allt land í dag, fimmtudaginn 26. janúar – í tilefni af afmælisdegi fyrsta stórmeistara Íslendinga Friðriks Ólafssonar. Taflfélög, skákklúbbar, grunnskólar, fyrirtæki, sundlaugar og fleiri sameinast um að það verði teflt sem víðast á Íslandi og sem flestir landsmenn á öllum aldri setjist að tafli. Í Salaskóla hafa nokkrar skákir verið tefldar í tilefni dagsins og í gangi er skákþraut sem allir geta tekið þátt í. Dregið verður  í  þrautasamkeppninni föstudaginn 3. febrúar. Um skákdaginn má lesa á www.skakdagurinn.blog.is

 

Líney Ragna fékk viðurkenningu fyrir ljóðið Köld náttúra

Sl. laugardag voru veitta viðurkenningar fyrir ljóð í ljóðasamkeppnin grunnskólanemenda í Kópavogi. Tíu ljóð eftir nemendur úr Salaskóla voru send í keppnina og hlaut Líney Ragna Ólafsdóttir í 10. bekk viðurkenningu fyrir ljóðið sitt Köld náttúra. Til hamingju Líney!

Þau heimsins fegurstu kristal korn
sem kastast af himni háum.
Þau ísköld eru og ævaforn
á Íslandi of við sjáum.

Þau safnast saman upp í fjöll
á Snæfells jöklatinda.
Allt landslag hverfur undir mjöll
og gerir alla blinda.

Á nóttum norðurljósanna
í nærsýni þær glitra.
Fegurð fer til frostrósanna
er þær fara að titra.

Foreldradagur

Foreldradagur er í Salaskóla í dag, 19. janúar, þá koma nemendur í skólann ásamt foreldrum sínum og hitta umsjónarkennarann sinn. Aðrir kennarar skólans s.s. sérgreinakennarar eru einnig til viðtals ef óskað er. Nemendur á mið- og unglingastigi fá skriflegan vitnisburð í hendur og fara yfir árangur sinn í viðtalinu en yngstu nemendurnir fá munlegan vitnisburð og setja sér markmið fyrir næstu önn í samráði við umsjónarkennara og foreldra.  

Skólahald með eðlilegum hætti

Skólahald er með eðlilegum hætti í dag í Salaskóla, þótt hann blási svolítið. Foreldrar meta sjálfir hvort þeir þurfi að fylgja börnum sínum í skólann, en það getur orðið býsna blint á milli. Foreldrar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar um viðbrögð við óveðri:

http://salaskoli.is/index.php?option=com_content&view=article&id=279&Itemid=191

 

hilmir_freyr

Góður árangur á Íslandsmóti

hilmir_freyr
10 krakkar úr Salaskóla kepptu á  Íslandsmóti barna nú um helgina. Hilmir Freyr Heimisson nemandi í 5 bekk náði öðru sæti, hann tapaði ekki einni skák en gerði tvö jafntefli við mjög sterka andstæðinga. Þeir Róbert Örn Vigfússon, Aron Ingi Woodard og Ágúst Unnar Kristinsson voru einnig í toppbaráttunni allan tíman og komust ásamt Hilmi í gegnum 15 manna úrtökuna.

Hér eru heildarúrrslitin.

Á myndinni eru Björn Ívar Karlsson, Hilmir Freyr og Stefán Bergsson.

Salaskóli prófar ipad-tölvur

Salaskóli hefur keypt tvær ipad-tölvur í því skyni að kanna hvort þær geti komið í stað venjulegra borðtölva. Tveir af kennurum skólans hafa fengið það verkefni að prófa tölvurnar og kynna sér alla möguleika á notkun þeirra í skólastarfi. Þeir fara nú í vikunni á BETT-sýninguna í London, en það er stærsta sýning í heiminum á notkun upplýsingatækni í skólastarfi. Á þeirri sýningu er að þessu sinni mikil kynning á notkun ipad í kennslu.

Salaskólakrakkarnir fjölmenna á Íslandsmót barna 2012.

Íslandsmótið fer fram laugardaginn 7. janúar kl 11:00 til ca 16:30 í Rimaskóla. Keppendur verða að vera fæddir árið 2001 eða síðar. Veitt eru sérstök verðlaun fyrir bestan árangur í hverjum árgangi, og auk þess efnt til happdrættis svo allir eiga möguleika á vinningi. 
Þessir eru þegar skráðir á hádegi þann 6.01.2012:
Aron Ingi Woodard
Axel Óli Sigurjónsson
Ágúst Unnar Kristinsson
Benedikt Árni Björnsson
Dagur Kárason
Hilmir Freyr Heimisson
Kjartan Gauti Gíslason
Róbert Örn Vigfússon
Sindri Snær Kristófersson