10._bekkur_tskrift

Skólanum slitið

10._bekkur_tskrift

Salaskóla var slitið í dag hjá 1. – 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn „Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag…“ áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.

utskrift10._bekkur_6.6

vesalingarnir

Skemmtileg vorverkefni í upplýsingamennt

vesalingarnirUpplýsingamennt á að vera samþætt öllum námsgreinum í skólanum og nýtast bæði kennurum og nemendum í öllu þeirra starfi.  Í upplýsingamennt felst m.a. að geta leitað sér upplýsinga t.d. í bókum eða á vefnum, unnið úr upplýsingunum til að setja fram á aðgengilegan og skemmtilegan hátt fyrir aðra. Allir nemendur í Salaskóla eru að gera eitthvað í þessu veru og sum verkefni þeirra er hægt að sjá á síðunni Upplýsingamennt í Salaskóla undir flipanum Skólinn.
Þriðjubekkingar voru einmitt að klára verkefni á dögunum þar sem reyndi á upplýsingaleikni og úrvinnslu upplýsinga ásamt því að þurfa að vera býsna glögg/glöggur á liti, form og hvernig myndir birtast. Þau fjölluðu hvert og eitt um áhugamálin sín og hver nemandi bjó til sína eigin sýningu í forritinu Photostory. Verkefnin má sjá hér. Fleiri verkefni eru á leiðinni á síðuna.

graduate

Skólaslitin 2012

graduate
Nemendur í 10. bekk verða útskrifaðir miðvikudaginn 6. júní og hefur foreldrum verið sent bréf þar um. Nemendur í 1. – 9. bekk eiga að mæta til skólaslita fimmtudaginn 7. júní og hefur bekkjum verið skipt upp í tvo hópa, annar hópurinn mætir kl. 10:00 en hinn kl. 10:30. Mæting er í anddyri skólans þar sem umsjónarkennarar taka á móti þeim. Hópskipting er sem hér segir:

kl. 10:00            kl. 10:30

þrestir
spóar
stelkar
sólskríkjur
starar
steindeplar
ritur
teistur
langvíur
súlur
fálkar
lómar

hrossagaukar
lóur
músarrindlar
sendlingar
glókollar
maríuerlur
kríur
mávar
lundar
álftir
ernir
himbrimar

 

sosbarnathorp

Styrkur til SOS Barnaþorpsins afhentur

sosbarnathorp
Krakkarnir í unglingadeild skólans tóku fyrir mannréttindi og SOS Barnaþorpin sem þemaverkefni nú í vor – er lauk formlega með söfnun á opna deginum hér í skólanum. Þar seldu þau kaffi og kökur og höfðu einnig til sölu svokallaðar trönum sem eru pappírsfuglar sem eru brotnir á ákveðinn hátt. Trönurnar voru að sjálfsögðu búnar til hér í skólanum og mikið kapp lagt við verkefnið.  Söfnunin gekk gríðarlega vel því alls söfnuðust um kr. 140.000.- Ragnar Schram frá SOS Barnaþorpum á Íslandi var boðaður í heimsókn í morgun, 29. maí,  og honum afhent umslagið með peningunum ásamt kveðju frá Salaskóla. Ragnar fræddi krakkana í leiðinni um SOS barnaþorpin, hvernig þau urðu til, skipulag þeirra og þá uppbyggingu sem á sér stað í tengslum við þau. Það er ljóst að styrkurinn frá Salaskóla fer í að styrkja 3 þorp í eitt ár, eitt í Haíti, annað í Afríku og það þriðja í Tailandi. Það er aldrei að vita nema framhald verði á þessu verkefni í framtíðinni. Í lok afhendingar var slegið upp veislu með muffins sem Reynir bakari gaf krökkunum fyrir dugnaðinn. Sjá einnig frétt á heimasíðu SOS Barnaþorpin á Íslandi  http://www.sos.is/frettir/nr/1125

Vorhátíðin er 19. maí

Vorhátið Foreldrafélags Salaskóla er núna á laugardaginn 19. maí. Dagskráin er frábær:

Lúðrasveit
Sirkússkóli
Töframenn
Skólahreysti
Fjöltefli við Helga Ólafsson
Snú-snú keppni
Vítaspyrnukeppni
Ingó veðurguð mætir með gítarinn
Reypitog

Grillaðar pylsur og með því í boði

Dagskráin getur breyst fyrirvaralaust.Hefst kl. 11 á laugardag og stendur til kl. 14. Allir velkomnir.

fjallabraedur2

Upptaka í íþróttahúsi

fjallabraedur2

Í vikunni mynduðu allir nemendur Salaskóla kór í lagi með Fjallabræðrum sem er væntanlegt. Fjalalbræður hafa það að markmiði að í viðlagi sé stærsti kór á Íslandi en auk Salaskólanemenda eru fjölmargir aðrir sem koma að söngnum. Upptakan fór fram í íþróttahúsinu í vikunni og hægt er að hlusta á upptökuna hér.

grnfninn

Við fengum grænfánann í dag

grnfninn
Í dag, 11. maí, fékk Salaskóli grænfánann afhentan í fjórða sinn. Það var gert við hátíðlega athöfn inni í skólanum en upphaflega átti hún að fara fram utandyra en rigningin setti strik í reikninginn. Ármann bæjarstjóri kom í heimsókn og ávarpaði krakkana, fulltrúi Landverndar tók síðan við og afhenti grænfánann sem grænfánanefnd skólans tók við en í þeirri nefnd eru 16 nemendur skólans. Við afhendinguna var útskýrt fyrir hvað myndirnar á fánanum stæðu. Lagið var tekið, Salaskólasöngurinn hljómaði vel og nokkur velvalin vorlög voru sungin. Vissulega góður endir á opna deginum í Salaskóla. Myndir.

krinn

Góð stemning á opnum degi 11. maí

krinn
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla.  Myndir.

popp__skgi

Vinabekkir poppa

popp__skgi
Vinabekkirnir Maríuerlur, 4. bekkur, og  Súlur, 7. bekkur,  fóru saman í Rjúpnalund í fyrradag.   Varðeldur var tendraður og sykurpúðar hitaðir.  Vígð voru þrjú poppsköft en krakkarnir voru of áköf til að byrja með því ekki var kominn nógu mikill hiti til að poppa.   En í lokatilrauninni small út það besta popp sem viðstaddir höfðu smakkað.   Allir voru glaðir og ánægðir og sumir fóru í góða göngu efst upp í hæðina í lokin.