Skrífstofa skólans hefur nú opnað aftur eftir sumarleyfi en undanfarna daga hafa stjórnendur skólans unnið hörðum höndum að því að hnýta lausa enda varðandi skipulag vetrarins. Mikilvægt er að við fáum sem fyrst tilkynningar um breytingar frá foreldrum ef einhverjar eru. Hlökkum til samstarfsins í vetur.
Skólasetning er 22. ágúst og nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk föstudaginn 24. ágúst.
Dægradvöl opnar fimmtudaginn 23. ágúst fyrir 2. – 4. bekk.