Við biðjum foreldra barna í 1. – 3. bekk sem ætla að hafa barnið sitt í dægradvölinni að skrá barnið á þessari slóð https://www.surveymonkey.com/s/V8F2T86.
Vinsamlegast gerið það strax og eigi síðar en 20. ágúst.
Við biðjum foreldra barna í 1. – 3. bekk sem ætla að hafa barnið sitt í dægradvölinni að skrá barnið á þessari slóð https://www.surveymonkey.com/s/V8F2T86.
Vinsamlegast gerið það strax og eigi síðar en 20. ágúst.
Salaskóli er með síðu á facebook. Við hvetjum þá sem á annað borð eru með facebook aðgang að gera síðuna að ánægjuefni. Þannig komum við ýmsum skilaboðum fljótt og vel til ykkar. Smellið hér til að komast á síðurna.
Skólasetning Salaskóla verður föstudaginn 22. ágúst. Nemendur mæta sem hér segir:
2., 3. og 4. bekkur kl. 9:00
5., 6. og 7. bekkur kl. 10:00
8., 9. og 10. bekkur kl. 11:00
Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.
Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 25. ágúst. Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk þriðjudaginn 26. ágúst.
Dægradvöl opnar mánudaginn 25. ágúst en lokainnritun fer fram fimmtudaginn 21. ágúst.
Við bjóðum nýjum nemendum öðrum en þeim sem eru að fara í 1. bekk í heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst kl. 12.
Vegna sumarleyfa er skrifstofa Salaskóla lokuð frá og með 24. júní til 6. ágúst. Ef þú smellir á tengilinn hér að neðan getur þú skráð nýjan nemanda í skólann. Við höfum svo samband við fyrsta tækifæri til að fá frekari upplýsingar.
Skóladagatal fyrir næsta vetur er komið á vefinn. Opnið með því að smella hér.
Minnum á óskilamuni. Hér er fullt af fíneríis fatnaði. Það sem gengur ekki út gefum við til góðgerðasamtaka.
Fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20:00 verða 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum við hátíðlega athöfn. Foreldrar koma með sínum 10. bekking og allir eiga að koma með eitthvað á kaffiborðið – helst heimabakað. Afar og ömmur einnig velkomin.
Föstudaginn 6. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 12. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir á skólaslitin:
Kl. 10:00 – Maríurerlur, sandlóur, músarrindlar, hrossagaukar, tjaldar, vepjur, spóar, svölur, ritur, teistur, kjóar.
Kl. 10:30 – Steindeplar, glókollar, sólskríkjur, lóur, þrestir, tildrur, jaðrakanar, súlur, kríur, mávar, lundar, smyrlar.
Fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí verður vorskóli fyrir þau börn sem hefja nám í 1. bekk í Salaskóla haustið 2014. Vorskólinn byrjar kl. 14:00 og er til 15:30 báða dagana. Fyrri daginn mæta börnin með foreldrum sínum í anddyrið, þar verður lesið í bekki og þau fara með kennurum sínum í kennslustofuna. Á meðan þau eru í skólanum er kynning fyrir foreldrana í salnum. Seinni daginn koma foreldrarnir með þeim í skólann, skilja þau eftir og koma svo og sækja þau.
Ýmislegt verður gert og þau fá ávexti að borða í nestitímanum.