Síðustu dagar skólaársins

Minnum á óskilamuni. Hér er fullt af fíneríis fatnaði. Það sem gengur ekki út gefum við til góðgerðasamtaka. 

 

Fimmtudagskvöldið 5. júní kl. 20:00 verða 10. bekkingar útskrifaðir úr skólanum við hátíðlega athöfn. Foreldrar koma með sínum 10. bekking og allir eiga að koma með eitthvað á kaffiborðið – helst heimabakað. Afar og ömmur einnig velkomin. 

 Föstudaginn 6. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn kl. 10:30. Í fyrstu verður safnast saman í anddyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 8 – 12. Þeir sem ætla að nýta hana verða að láta vita. Bekkirnir eiga að mæta sem hér segir á skólaslitin: 

Kl. 10:00 – Maríurerlur, sandlóur, músarrindlar, hrossagaukar, tjaldar, vepjur, spóar, svölur, ritur, teistur, kjóar.

Kl. 10:30 – Steindeplar, glókollar, sólskríkjur, lóur, þrestir, tildrur, jaðrakanar, súlur, kríur, mávar, lundar, smyrlar. 

Skólaslit föstudaginn 6. júní

Skólaslitin 6. júní verða með sama sniði og í fyrra. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn helmingurinn kl. 10:30. skólastlitin taka um það bil klukkustund. Útskrift 10. bekkinga er fimmtudagskvöldið 5. júní. 

Vorskóli fyrir verðandi 1.bekkinga

Fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí verður vorskóli fyrir þau börn sem hefja nám í 1. bekk í Salaskóla haustið 2014. Vorskólinn byrjar kl. 14:00 og er til 15:30 báða dagana. Fyrri daginn mæta börnin með foreldrum sínum í anddyrið, þar verður lesið í bekki og þau fara með kennurum sínum í kennslustofuna. Á meðan þau eru í skólanum er kynning fyrir foreldrana í salnum. Seinni daginn koma foreldrarnir með þeim í skólann, skilja þau eftir og koma svo og sækja þau. 

Ýmislegt verður gert og þau fá ávexti að borða í nestitímanum. 

Tómstundaúrræði fyrir 4. bekk næsta vetur

Að undanförnu hefur greinilega dregið verulega úr áhuga 4. bekkinga á að vera í dægradvöl eftir að skóla lýkur á daginn. Engu að síður er þörf á úrræði fyrir þennan aldur og því höfum við ákveðið að bjóða upp á nýjan valkost þar sem í boði verður áhugaverð dagskrá fyrir 4. bekkinga á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 13:30 – 15:00. 
Góð blanda af skemmtilegu tómstundastarfi og möguleiki á að stunda heimanám einn dag í hverri viku. Tómstundastarfið sem í boði verður næsta haust ef næg þátttaka fæst er m.a. eftirfarandi: 
–    margmiðlun 
–    stuttmyndagerð 
–    smiðjur
–    skák og  dans
–    hreyfing og hreysti
–    heimanám einu sinni í viku
Áhersla er lögð á fjölbreytni og skapandi vinnu krakkanna. Einnig verður farið í ferðir af ýmsu tagi. 
Við bjóðum einnig upp á sveigjanleika gagnvart þeim sem eru í öðru tómstundastarfi t.d. einn af þessum dögum sem í boði eru. 
Við ljúkum hverjum degi á kaffi kl. 14:40 – 15:00.
Við æltum að leggja okkur fram við að gera þetta áhugavert fyrir þennan aldur
Verðið er lágmarksgjald í dægradvöl, þ.e. 6.615 kr. + 125 kr. á dag fyrir kaffi. 
Foreldrar barna í 3. bekk hafa fengið póst um þetta og upplýsingar um hvernig á að skrá börn í þetta skemmtilega úrræði. 

Umsókn um skólavist

Þeir foreldrar sem óska eftir skólavist í Salaskóla næsta skólaár fyrir börn sín eru beðnir um að láta okkur vita svo fljótt sem auðið er. Sama á við um ef fólk sér fram á að börn, sem nú eru í skólanum, verði það ekki næsta vetur. Við erum í skipulagsvinnu þessa dagana og mikilvægt að fá að vita um allar breytingar. Hafið samband með tölvupósti,hafsteinn@salaskoli.is