Vorskóli fyrir verðandi 1.bekkinga

Fimmtudaginn 8. og föstudaginn 9. maí verður vorskóli fyrir þau börn sem hefja nám í 1. bekk í Salaskóla haustið 2014. Vorskólinn byrjar kl. 14:00 og er til 15:30 báða dagana. Fyrri daginn mæta börnin með foreldrum sínum í anddyrið, þar verður lesið í bekki og þau fara með kennurum sínum í kennslustofuna. Á meðan þau eru í skólanum er kynning fyrir foreldrana í salnum. Seinni daginn koma foreldrarnir með þeim í skólann, skilja þau eftir og koma svo og sækja þau. 

Ýmislegt verður gert og þau fá ávexti að borða í nestitímanum. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .