Tómstundaúrræði fyrir 4. bekk næsta vetur

Að undanförnu hefur greinilega dregið verulega úr áhuga 4. bekkinga á að vera í dægradvöl eftir að skóla lýkur á daginn. Engu að síður er þörf á úrræði fyrir þennan aldur og því höfum við ákveðið að bjóða upp á nýjan valkost þar sem í boði verður áhugaverð dagskrá fyrir 4. bekkinga á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 13:30 – 15:00. 
Góð blanda af skemmtilegu tómstundastarfi og möguleiki á að stunda heimanám einn dag í hverri viku. Tómstundastarfið sem í boði verður næsta haust ef næg þátttaka fæst er m.a. eftirfarandi: 
–    margmiðlun 
–    stuttmyndagerð 
–    smiðjur
–    skák og  dans
–    hreyfing og hreysti
–    heimanám einu sinni í viku
Áhersla er lögð á fjölbreytni og skapandi vinnu krakkanna. Einnig verður farið í ferðir af ýmsu tagi. 
Við bjóðum einnig upp á sveigjanleika gagnvart þeim sem eru í öðru tómstundastarfi t.d. einn af þessum dögum sem í boði eru. 
Við ljúkum hverjum degi á kaffi kl. 14:40 – 15:00.
Við æltum að leggja okkur fram við að gera þetta áhugavert fyrir þennan aldur
Verðið er lágmarksgjald í dægradvöl, þ.e. 6.615 kr. + 125 kr. á dag fyrir kaffi. 
Foreldrar barna í 3. bekk hafa fengið póst um þetta og upplýsingar um hvernig á að skrá börn í þetta skemmtilega úrræði. 
Birt í flokknum Fréttir og merkt , .