bekkjarmot

Bekkjarmóti í skák lokið

bekkjarmot
Alls kepptu 174 krakkar í undanrásum sem er nýtt met í sögu Salaskóla. Á úrslitamótið komust aðeins 4 efstu lið úr hverju aldurshólfi (2.-4. b)  (5.-7. b) og (8.-10. b) ásamt sérstökum gestum sem voru kvennalið að æfa sig fyrir Íslandsmót stúlknasveita sem verður í lok janúar 2015. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. Honum til aðstoðar Pétur Ari Pétursson 6. b. og Sandra Björk Bjarnadóttir 10. b.

 

Efstir urðu kjóar, krakkar úr 10b.  19 v af 24
Í liði Kjóa voru:
Hildur Berglind Jóhannsdóttir
Jón Smári Ólafsson
Kári Steinn Hlífarsson
Garðar Elí
Liðið í öðru sæti var 6. b. himbrimar.  18,5 v af 24
Í liði Himbrima voru:
Sindri Snær Kristófersson  
Axel Óli Sigurjónsson     
Jón Þór Jóhannsson 

Í þriðja sæti urðu fálkar úr 8. b. 17.5v  af 24
Í liði Fálka voru:
Róbert Örn Vigfússon
Kjartan Gauti Gíslason
Hafþór Helgason
Þorsteinn Björn Guðmundsson
Bestum árangri náðu eftirtaldir einstaklingar.
1 borð Róbert Örn Vigfússon-  7,5 vinningar af 8
2 borð Jón Smári Ólafsson-  8 vinningar af 8
3 borð Hafþór Helgason 8b og Baldur Benediktsson 10b  báðir með 7 vinninga af 8 mögulegum.
Nánari úrslit!

lusia2

Hátíðleg stund

lusia2Á morgun er svokölluð Lúsíumessa. Í Salaskóla er hefð að farin sé Lúsíuganga í tengslum við þennan dag sem einmitt fór fram í morgun, föstudaginn 12. desember. Þetta er hátíðleg stund þar sem við njótum fallegs söngs og kertaljósa á göngum skólans.

Lúsían að þessu sinni var Selma Guðmundsdóttir í flórgoðum. Í Salaskóla höldum við dag ljóssins 13. desember í takt við eldgamla norræna hefð, sem nú er mest þekkt og notuð í Svíþjóð. Áður fyrr, á 14. öld, þegar Evrópa fylgdi júlíanska dagatalinu, bar Lúsíudaginn uppá vetrarsólstöður á norðurslóðum. Þá átti öllum undirbúningi fyrir jólin að vera lokið, og þá fengu allir eitthvað gott að borða og drekka, líka dýrin. Þó Lúsíudagurinn beri nafn dýrlingsins Luciu frá Syrakusa, þá er norræna hefðin óskyld hinni ítölsku, sem á rætur í helgisögu um stúlku sem illa var farið með og gerð var að dýrlingi eftir dauða sinn. Sögur þessara ólíku hefða sýna okkur hvernig hefðir berast frá stað til staðar og breytast í meðförum, og hvernig tekinn er hluti af einni hefð og skeytt við aðra. Þannig má segja að það sé blanda af norrænum og ítölskum hefðum í því hvernig við höldum upp á dag ljóssins, þann 13. des.

 

code

Gaman að forrita

code
Músarrindlarnir komu í tölvuver í dag til að taka þátt í verkefninu „The Hour of Code“ eða Klukkustund kóðunar eins og það útleggst á íslensku. Um er að ræða viðburð á heimsvísu sem stendur í eina viku frá 8.  til 14. desember. 

Markmiðið er að börn á öllum aldri í heiminum sameinist í kóðunarverkefnum. Markið er sett á að 100 milljónir barna ljúki einhvers konar verkefnum af þessu tagi á einni viku.  Tilgangurinn með verkefninu er að nemendur tuttugustu og fyrstu aldarinnar fái tækifæri til að fást við kóðun (forritun) því það þroski þá í að leita leiða og lausna sem er góður undirbúningur fyrir framtíðarstörf og líf í tæknivæddu þjóðfélagi.

Krakkarnir í 3. bekk sýndu verkefnunum gífurlegan áhuga og samvinna varð mikil við lausn þeirra. Með því að smella hér má sjá verkefnin sem krakkarnir eru að fást við. Þau ganga á venjulegar tölvur, spjaldtölvur, snjalltæki og jafnvel án tækja. Valin er íslenska við lausn þeirra. Fleiri bekkir í Salaskóla ætla að taka þátt í þessum verkefnum í vikunni.

sulur

Lestrarkeppni á miðstigi lokið

sulurSpurningakeppninni Lesum meira lauk í vikunni með því að súlur og svölur kepptu til úrslita. Súlurnar mörðu sigur með einu stigi á svölurnar og fá því bikar keppninnar til varðveislu í eitt ár. Veitt voru bókaverðlaun fyrir fyrsta og annað sætið. Allir bekkir fengu viðurkenningarskjal þar sem þeim var þökkuð þátttaka í keppninni. Stuðningslið bekkjanna fengu einnig úthlutað ákveðnum heitum eftir því hvernig þau stóðu sig í hvatningu fyrir liðið sitt. Svölurnar voru frumlegasta stuðningsliðið, himbrimar til fyrirmyndar, súlurnar það skrautlegasta, tjaldarnir þeir litríkustu og tildrurnar fjörugasta stuðningsliðið. Lómar þóttu hressasta stuðninsgliðið, flórgoðar með bestu hvatninguna og loks voru vepjurnar þær prúðustu. Til gamans má segja frá því að vepjurnar sem eru fimmtubekkingar var sá bekkur sem las mest allra á undirbúningstímanum.  Flott hjá þeim. Markmiðið með Lesum meira lestrarkeppninni er að nemendur verði víðlesnari,  auki við orðaforða sinn og að áhugi á bóklestri eflist. Það er von okkar að þau markmið hafi náðst að einhverju leyti. 

Morgunkaffi – þökkum fyrir okkur

Í morgun mættu foreldrar 9. og 10. bekkinga í morgunkaffi það var síðasta kaffiboðið á þessu ári. Það hafa 546 foreldrar komið í morgunkaffi með stjórnendum Salaskóla.  Þessir foreldrar eiga 422 börn í 1. – 10. bekk en þar eru alls 550 nemendur. Það hafa því foreldrar 76% barna komið og líklega er prósentutalann hærri því margir eiga börn í nokkrum árgöngum og hafa kannski ekki mætt á alla fundina. Þetta verður að verður að teljast mjög vel viðunandi. Best var mætingin í himbrimum en þar mættu foreldrar allra krakkanna. Á hæla þeirra koma foreldrar langvía og sendlingar, þar vantaði aðeins foreldri eins barns. Á fundunum skrifuðu foreldrar á miða tvö atriði sem þeir eru ánægðir með í starfi Salaskóla og tvö atriði sem má bæta eða þá hugmyndir um eitthvað sem mætti taka upp í skólanum. Við erum nú að fara yfir þessa miða og vinna úr þeim. Þar er margt sem styrkir okkur í starfinu og hjálpar okkur við að bæta skólann okkar. 

Viðurkenningar fyrir fjölgreindaleika og hlaup

myndifrett
Verðlaunaafhending fjölgreindaleikanna fór fram í vikunni. Þá voru allir nemendur skólans kallaðir á sal sem var þétt setinn.  Þrjú efstu liðin fengu viðurkenningu og valdir voru tveir bestu liðsstjórarnir sem eru þau Bjarmar og Karitas.  Einnig voru veittar viðurkenningar fyrir norræna skólahlaupið en þar stóðu bekkirnir krummar, súlur og sólskríkjur upp úr. Sjá nánari umfjöllun og myndir á fésbókinni.    Einnig myndir í myndasafni skólans.

leikskoli

„Vinir úr Salaskóla“

leikskoli
Í tilefni af Degi gegn einelti fóru nemendur úr 9. og 10. bekk í heimsókn í leikskólana föst. 7.11. og unnu með börnunum að ýmsum verkefnum í tengslum við þemað Vinir úr Salaskóla sem er samstarfsverkefni við leiksskólana Fífusali og Rjúpnahæð. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi úr leikskólanum í Fífuseli. 

IMG 0207

Góðir gestir í heimsókn

IMG 0207
Við höfum fengið góða gesti til okkar í nóvember. Rithöfundurinn Gunnar Helgason kom til okkar og las upp  úr nýju bókinni sinni „Gula spjaldið í Gautaborg“. Krakkarnir tóku honum vel og margir gáfu sig á tal við hann eftir upplesturinn. Töframaðurinn Einar og aðstoðarkona hans kíktu á krakkana í 1. – 4. bekk og sýndu töfrabrögð upp úr nýrri bók sem er að koma út. Það er mikil tilbreyting að fá góða gesti í heimsókn og von er á fleirum síðar í þessum mánuði.
Myndir frá heimsóknunum.

Vegna mögulegs verkfalls 10. nóvember

Starfsmannafélag Kópavogs hefur boðað verkfall frá og með mánudeginum 10. nóvember nk. semjist ekki fyrir þann tíma. Ef af verkfalli verður mun það hafa veruleg áhrif á starfsemi grunnskóla í Kópavogi og þar með Salaskóla. Afleiðingarnar hér verða svohljóðandi:
– dægradvöl skólans lokar alveg meðan á verkfalli stendur, á líka við um klúbbastarf í 4. bekk
– húsvörður verður í verkfalli en skólastjóri má opna skólahúsið að morgni dags
– ritari verður í verkfalli og því verður erfitt að ná símasambandi við skólann. Hægt að senda tölvupóst á skólastjóra hafsteinn@kopavogur.is.  Ef um mjög brýnt mál er að ræða er hægt að hringja í Hafstein skólastjóra í síma 821 1630 eða Hrefnu aðstoðarskólastjóra í síma 864 3719
– sundlaugin verður lokuð og sundkennsla fellur því niður
– stuðningsfulltrúar fara í verkfall
– kennarar eru ekki í verkfalli og kennt verður skv. stundaskrá
– ýmis önnur röskun getur orðið af þessum völdum og munum við tilkynna um það eftir því sem við á.
– verkfallið hefur ekki áhrif á mötuneytið, þar verður matur framreiddu að venju.
Vonandi nást samningar áður en til verkfalls kemur. Við sendum upplýsingar til ykkar um það í tölvupósti og í gegnum facebooksíðu skólans.