Lególiðin okkar í Salaskóla stóðu sig með miklum sóma í legókeppninni sem fram fór um helgina í Öskju, verkfræðihúsi HÍ. Öll liðin þrjú sýndu frammúrskarandi samvinnu og verkhæfni og komu heim með tvo bikara fyrir gott rannsóknarverkefni og besta skemmtiariði keppninnar. Liðið hans Jóns míns var einnig tilnefnt til að taka þátt í Evrópukeppni FLL í maí 2008 en liðið Ísjakarnir frá Hafnarskóla unnu síðan réttinn til að fara út að þessu sinni. Við óskum lególiðinum þremur innilega til hamingju með góðan árangur.
Category Archives: Fréttir
Foreldrafélagið
Í Salaskóla er starfrækt foreldrafélag. Félagar í því eru allir foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Meginmarkmið félagsins er að efla samstarf milli foreldra/forráðamanna nemenda og skólans og stuðla að velferð nemenda í leik og starfi. Starf foreldrafélagsins byggist á skipulögðu samstarfi foreldra/forráðamanna nemenda í hverjum bekk og skólans.
Stjórn foreldrafélagsins er skipuð fimm aðalmönnum og tveimur varamönnum sem allir eru foreldrar/forráðamenn nemenda í skólanum. Stjórnin fundar reglulega einu sinni í mánuði og oftar ef ástæða er til. Til stendur að allar fundargerðir verði aðgengilegar á netinu. Ef foreldrar/forráðamenn vilja koma málum á framfæri við stjórnina þá er hægt að hafa samband við stjórnina í gegnum tölvupóst eða símleiðis. Stjórnarskipti eru á aðalfundi sem er haldinn að hausti.
Bekkjarfulltrúar: Tveir bekkjarfulltrúar koma frá hverjum bekk og er hlutverk þeirra m.a. að halda utan um bekkjarstarf í samráði við kennara og með þátttöku annarra foreldra og mæta á aðalfund foreldrafélagsins.
Nefndir: Ýmsar nefndir munu starfa á vegum foreldrafélagsins. Þær verða skipaðar af foreldrum/forráðamönnum nemenda.
Foreldrafélagið er með facebooksíðu og eru foreldrar hvattir til að fylgjast með henni.
Grænfáninn
Umhverfissáttmáli Salaskóla
Upplýsingarit Landverndar um vistvænan lífsstíl
Grænfánanefnd Salaskóla skólaárið 2013- 2014
Skólar á grænni grein – Grænfáninn
Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Þeir skólar sem vilja komast á græna grein í umhverfismálum leitast við að stíga skrefin sjö. Þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár en sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau auka þekkingu nemenda og skólafólks og styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum skóla. Jafnframt sýnir reynslan í Evrópu að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.
Markmið verkefnisins er að:
-
Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni
og orku. -
Efla samfélagskennd innan skólans.
-
Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan
kennslustofu og utan. -
Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans
þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur. -
Veita nemendum menntun og færni til að takast á við
umhverfismál. -
Efla alþjóðlega samkennd og tungumálakunnáttu.
-
Tengja skólann við samfélag sitt, fyrirtæki og
almenning.
Landvernd
Grænfánaverkefninu á Íslandi er stýrt af Landvernd sem er aðili að alþjóðlegu samtökunum FEE. Stýrihópur um Grænfána er Landvernd til fulltingis um allt sem viðkemur verkefninu.
Útikennsla
Myndin er tekin í janúar 2011 af nemndum í valgreininni Eldað og tálgað.
Comeníus verkefni
Haustið 2006 hófst síðan nýtt Comeníusarsamstarf um verkefnið HEILBRIGÐUR LÍFSSTÍLL sem stóð til ársins 2009. Heimasíða verkefnisins. Í verkefninu voru eftirfarandi þáttökulönd:
Finnland, Eistland, Kýpur, England, Ísland
Skólaárið 2012- 2014 tókum við þátt í verkefninu Europe- Ready, Steady, Go!
Olympíuleikarnir gáfu verkefninu innblástur. Við kynntum landið okkar, siði og menningu. Þátttökulöndin með okkur voru Þýskaland, England, Spánn og Kýpur.
Afrakstur:
Viðhald síðunnar
Verkefnalisti vegna heimasíðu Salaskóla
Dags. | Verkefni | Ábyrgðaraðili | Lokið dags. | Staðfest/Aths. |
11.11.07 | Stilla þarf tungumál á Server yfir á Íslensku | Tóta | 12.11.07 | |
11.11.07 | Breyta stillingu á PHP magic_quotes_gpc úr `OFF` í `ON’ | Ásgeir (asgeir@thekking.is) |
Búið að senda beiðni á Þekkingu. Þarf að ítreka !! |
|
11.11.07 | Setja inn upplýsingar um skólann á footer | Tóta | 12.11.07 | |
11.11.07 | Lagfæra logo | Tóta | 16.11.07 | Kristín, sendu mér orginal logoið. T. Geri það á morgun fim. K. |
11.11.07 | Fella logoin út af footer | Tóta | 12.11.07 | fella út úr templates/index.php |
11.11.07 | Sníða myndir í banner (638×88 px) og setja inn í möppuna "flettimyndir" | Kristín | 13.11. Er verið að vinna í þessu. | |
12.11.07 | Þýða "Docman" | Tóta | 14.11.07 | Komið inn, eftir að tékka |
12.11.07 | Lagfæra RSS-feed | Tóta | 12.11.07 | Breyta þurfti aðgangi að "cache-möppunni" á server |
14.11.07 | Heimilisfang (botninn) | Kristín/Tóta | 16.11.07 | Tóta, getur þú bætt inn faxi |
14.11.07 | Fjöldi frétta á forsíðu | Kristín | 16.11.07 | Er hægt að láta birtast fleiri fréttir á forsíðu í einu t.d. 5-6? |
19.11.07 | Starfsfólk og kennarar | Kristín / Tóta | 19.11.07 |
Á starfmannasíðunni birtist eftirfarandi efst: Contact details for this website Er hægt að taka það út eða íslenska? Búið !! T.
|
28.11.2007 | Annar linkur: Námsvefir – kom yfir dropdownmenu á forsíðu. Flutti linkinn undir Námsvefir. Er það í lagi ? | Tóta | 28.11.07 | Já, var að gera tilraunir vegna Loga. Gott að breyta því. |
29.11. 2007 | Ég fæ ekki docman til að virka almennilega. Getur hann verið bilaður? Var að reyna að tengja skjal inn í flokka. Gekk ekki. | Kristín |
29.11.07
30.11.07 |
Docman virðist ekki hafa afritast rétt. Henti honum út og setti nýrri útgáfu inn. Eftir að þýða hana. Er í smá vandræðum með ég hef lítinn aðgang inn á Serverinn hjá Þekkingu. Hef ekki réttindi til að setja gögn í allar möppur. Hafðu samband ef þetta virkar ekki. Kv. T. BESTU ÞAKKIR nú gengur ljómandi að setja inn efni! K. |
29.11. 2007 | Gaman væri að heyra af "græjunni" fyrir undirvefi. | Kristín | ||
17.12 2007 |
Breyta stillingu á PHP magic_quotes_gpc úr `OFF` í `ON’ | Ítrekað við Ásgeir | Svar frá Ásgeiri |
Það virðist vera vandkvæðum bundið að breyta magic qoutes stillingu fyrir ákveðið vefsvæði. Viljum ekki Getum þá lítið gert í því. Þetta er hins vegar ákveðinn mínus á þjónustuna vil ég meina, því "magic_quotes" fellir út auka backslash- og gæsalappir í slóðum og slíku. Kv. T. |
07.01.2008 | Innsett Veftré | Tóta | 08.01.2008 |
Kristín ! Skoðaðu tréð og ath. hvort það er í lagi. Kv. T. Búið og gert! K. |
08.04.2008 |
Tapað – fundið. Ekki er hægt að setja inn í flokkinn Bæta við tapað – fundið. Sé ekki hvað veldur því. |
Kristín | ||