Myndasýningar:
Hraðskák bæjarstjóra og skákmeistara
Á sal: samsöngur 1.-2. bekkinga og skólakórinn
Grænfáninn dreginn að húni
Gaman var að sjá hversu margir lögðu leið sína í skólann í dag til að skoða afrakstur vetrarins. Þar voru mættir foreldrar, systkini, ömmur, afar og nemendur úr nágrannaskólum. Ýmsar uppákomur voru á sal t.d. sungu yngstu nemendur af mikilli innlifun í samsöng, skólakórinn undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur bauð upp á vandaða og skemmtilega söngdagskrá og loks sýndu 7. bekkingar frumsamið leikrit sem góður rómur var gerður að.
Á nýja bókasafninu á efri hæð var skákíþróttin iðkuð af kappi því einn af skákmeisturum skólans Guðmundur Kristinn Lee og bæjarstjórinn Gunnar Birgisson öttu kappi í hraðskák. Grænfáninn var síðan afhentur í þriðja sinn vegna góðrar frammistöðu skólans í umhverfismálum og var glænýr fáni dreginn að húni að því tilefni. Gestir gátu síðan gætt sér á kaffi og vöfflum gegn vægu gjaldi á meðan á heimsókninni stóð.


Hér eru myndasögusýningar nemenda í kríum vorið 2009 
Borist hefur bréf frá Bókasafni Kópavogs þar sem sagt er frá að safnið efni til sumarlesturs fyrir 6-12 ára börn í Kópavogi. Það er tímabilið frá júní til ágúst – eða á sama tíma og nemendur eru í sumarleyfi frá skólanum. 
Við gerðum okkur lítið fyrir í dag og grilluðum hádegismatinn okkar úti í dýrðlegu veðri. Boðið var upp á eldsteikta hamborgara með tilheyrandi meðlæti. Krakkarnir voru að vonum kát með framtakið og tóku vel til matar síns. Áform eru um að endurtaka slíkt grill fljótlega. Allir hjálpuðust að við grillið og hér má m.a. sjá húsvörðinn taka til hendinni við grillverkin. Nemendur í 10. bekk voru einnig duglegir að hjálpa til og sáu til þess að bera fram máltíðina fyrir aðra nemendur skólans. Ef smellt er á lesið meira má sjá fleiri myndir frá þessu skemmtilega hádegi. 

