Næstkomandi föstudag, 23. janúar, boða kennarar nemendur sína og foreldra þeirra í viðtöl. Þar er lagt mat á námið og vöngum velt um vorönnina. Kennarar hafa sent foreldrum boð og tímasetningar viðtala liggja fyrir. Kennsla fellur niður þennan dag.
Category Archives: Fréttir
Reykjaferð 7. bekkinga
Nemendur í 7. bekk, ernir og fálkar, lögðu af stað í ferð í gærmorgun og var áfangastaðurinn Reykir í Hrútafirði. Þar munu nemendur dveljast í eina viku í skólabúðum við nám og leik ásamt nemendum úr öðrum skólum.
Með í ferðinni eru umsjónarkennarar þeirra sem verða þeim til halds og trausts meðan á dvölinni stendur. Nemendur eru vaktir snemma á morgnana í búðunum og eftir morgunmat byrjar dagskrá og nám sem stendur til kl. 17. Eftir kvöldmat er svo kvöldvaka þar sem krakkarnir eiga að sjá um skemmtiatriði. Heimasíða búðanna er http://www.skolabudir.is/.
Gleðilega jólahátíð

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum innilega ánægjulegt samstarf á árínu sem er að líða. Hlökkum til að sjá ykkur aftur í skólanum þriðjudaginn 6. desember skv. stundaskrá.
Jólaböllin gengu vel og voru hin besta skemmtun eins og myndirnar bera með sér.
Jólaball
Val í 9. – 10. bekk á vorönn
Nú eiga nemendur í 9. og 10. bekk að velja valgreinar fyrir vorönninna. Það er margt spennandi og áhugavert í boði. Til þess að velja þar að smella hér.
Tilmæli um viðbrögð foreldra og forráðamanna
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS), hefur útbúið í samvinnu við fræðsluyfirvöld allra sveitarfélaganna, reglur fyrir foreldra og skólayfirvöld um röskun á skólastarfi vegna óveðurs. Jafnframt var SHS falið að fylgjast með veðri og veðurspám og senda út tilkynningar í samræmi við þessar reglur, eftir atvikum í samráði við lögreglu, fræðsluyfirvöld og aðra.
Skoðið reglurnar hér. Þær er að finna í gagnasafni salaskóla.is.
Lúsíuhátíð í morgun
Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Þá klæðast stúlkur í yngri bekkjum hvítum kyrtlum, hnýta silfur- og gullbönd um höfuð og hafa ljós í hönd. Lúsían sjálf, er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Harpa Þöll Eiríksdóttir í kjóum var Lúsía þetta árið. Falleg og hátíðleg stund.
Jólasveinarnir í 6. bekk
Stórskemmtilegur viðburður átti sér stað í dag þegar nemendur í 6. bekk buðu yngri nemendum skólans að koma og horfa á jólaleikrit súlna og langvía. Leikritið var frumsamið af þeim en byggðist að hlut til á jólasveinavísum Jóhannesar úr Kötlum.
Myndir frá sýningunni eru hér.
Sjöttubekkingarnir sáu alfarið um allt sem tengdist leiksýningunni og fyrir utan leikara og upplesara var valinn maður í hverju verki s.s búningagerð, förðun, leikmynd, leikskrá, hljóð- og ljósastjórn og sviðsaðstoð. Krakkarnir skiluðu öllum hlutverkum með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér afskaplega vel.
Aðventuganga
Árleg aðventuganga foreldrafélags Salaskóla verður fimmtudaginn 11 des. kl 17:30. Gangan er öllum opin og hvetjum við alla íbúa hverfisins til að ganga með.
Gengið er frá Salaskóla kl 17.30, gengið verður m.a að nýrri kirkju hverfisins þar sem Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson flytur jólahugvekju. Að göngu lokinni verðu boðið uppá heitt kakó og smákökur í Salaskóla við undirleik Skólahljómsveitar Kópavogs.
Foreldrafélag Salaskóla
Úrslit kunn í bekkjarmóti í skák
Hinu árlega bekkjamóti Salaskóla lauk föstudaginn 5. desember. Til úrslita kepptu 14 bestu liðin: Fjögur bestu úr yngsta flokki, 1. til 4. bekk, fimm bestu úr miðstigi 5 til 7 bekk og fimm bestu úr unglingadeild.
Leikar fóru þannig að A lið Lóma bar sigur úr bítum með 15 vinninga en A-lið Fálka fylgdi fast á eftir með 13 vinninga. Tvö lið, A lið hjá Kjóum og Örnum, voru jöfn að vinningum með 11 vinninga sem endaði þó með því að Kjóarnir tóku 3. sætið vegna sterkari stöðu.
Við óskum liðunum til hamingju með frábæran árangur. Meðfylgjandi mynd sýnir sigurvegarana, A lið Lóma, ásamt Tómasi. Nánari úrslit með því að smella á Lesa meira.
| Hér birtist listi yfir 10 bestu liðin | |||||||
| Úrslit | Lið | vinn | 1b | 2b | 3b | 1v | 2v |
| 1 | Lómar A lið | 15 | Páll Andrason | Eiríkur Örn | Andri Hrafn | Sigurbjörn | |
| 2 | Fálkar A | 13 | Patrekur | Jóhanna | magnús | ||
| 3 | Kjóar A | 11 | Birkir Karl | Sindri | Arnar | Jónas | |
| 4 | Ernir A | 11 | Ragnar | Bjarki | Steinar | Agnar | |
| 5 til 6 | Himbrimar A | 10 | ómar | Halldór | Guðjón | Hinrik | |
| 5 til 6 | Svölur A | 10 | Guðmundur | Steindór | Guðjón | Páll | |
| 7 til 8 | Langvíur A | 9 | Baldur Búi | Selma Líf | Birkir Þór | ||
| 7 til 8 | Ritur A | 9 | Hildur Berglind | Kári Steinn | Garðar Elí | ||
| 9 til 10 | Langvíur B | 8,5 | Aron | Eyþór | Ragnheiður | ||
| 9 til 10 | Krummar A | 8,5 | Þormar | Björn | Orri | Breki | Krissi |






