jolasidir

Jólasiðir í mismunandi löndum – Comeníusarverkefni

jolasidir

Nemendur á miðstigi hafa verið að vinna nokkur verkefni  í haust í tengslum við samvinnuverkefni okkar í Comenius.    Unnið hefur verið að sameiginlegri matreiðslubók  sem verður gefin út, einnig gerðu miðstigsnemendur myndband á spjaldtölvur um Íslenska jólasiði.   Þetta myndaband ásamt myndböndum frá hinum löndunum verða sett inn á sameiginlega vefsíðu landanna.   Tengill er á  síðunni okkar.

jolafolk

Hvernig varð jólaþorpið til?

jolafolk

Eins og fram hefur komið hér á síðunni er nú til sýnis í skólanum afrakstur þemaverkefnis nemenda í 7. og 8. bekk sem ber heitið JÓLAÞORPIÐ. Nokkrir nemendur tóku myndir meðan á gerð jólaþorpsins stóð sem sýnir vel hvernig verkið gekk fyrir sig. Myndasmiðir eru Magnús Garðar, Viktor Gunnars og Davíð Birkir og hér er sýningin þeirra. Einnig var gert myndband sem Davíð Birkir stóð að. 

A_Kriur_B_vinna_1

Kríur eru besti skákbekkur Salaskóla

A_Kriur_B_vinna_1
Nú er lokið bekkjamóti Salaskóla í skák. 
Alls kepptu 52 lið eða um 160 manns. Öll sterkustu liðin söfnuðust saman á sal föstudaginn 13.12.2013 og kepptu um titilinn besti skákbekkur Salaskóla 2013. Í úrslitariðlinum voru 14 lið og fóru leikar þannig:

Nr           Heiti liðs              Vinningar

1             7 Kríur B               17,5

2             7 Kríur A               16,5

3             7 Mávar A             16

4             5 Jaðrakanar         13

5             6 Súlur                 12,5

6             5 Spóar A             11,5

7.-.8        7 Mávar B             11

7.-.8        4 Tjaldar              11

9             10 Hrafnar  A       10,5

10           7 Ritur                  9

11           8 Teistur A            7,5

12           4 Vepjur               5

13           2 Músarindlar        4

14           4 Tildrur               3,5

Keppnin var æsispennandi en leikar enduðu þannig að Kríur vörðu titilinn frá því í fyrra. En athygli vakti að B lið Kríubekkjarins sigraði mótið, sem segir okkur að þessir bókstafir skipta ekki öllu máli.
Sigurliðið 7 Kríur B:

Benedikt Árni Björnsson      

Elvar Ingi Guðmundsson

Orri Fannar Björnsson   

Þorsteinn Björn Guðmundsson  

Silfurliðið 7 Kríur A:

Jason Andri Gíslason   

Aron Ingi Woodard      

Ágúst Unnar Kristinsson 

Bronsliðið 7 Mávar A:

Róbert Örn Vigfússon  

Kjartan Gauti Gíslason    

Andri Már Tómasson  

Breki Freysson 
 

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

3. riðli í undankeppni í skák lokið

Nú er lokið þriðja riðli í undankeppni fyrir bekkjamót Salaskóla í skák 2013. 
Föstudaginn 13.12.2013 kepptu 13 lið úr unglingastigi sem eru krakkar úr 8.- 10. bekk.

Heildarúrslit urðu þessi:

Röð      Heiti liðs       vinningar

1             Hrafnar 10 A       14,5

2             Kjóar 9  A           14

3             Teistur 8 A lið      14

4             Kjóar 9 B            13,5

5             Hrafnar 10 C       13

6             Lundar 8 a lið     13

7             Smyrlar 9 C        11,5

8             Krummar 10       11

9             Hrafnar 10 B      11

10           Smyrlar 9 A        10

11           Smyrlar 9 B        10

12           Kjóar D dömur     6

13           Smyrlar 9 D         5,5

Í sigurliðinu „Hrafnar A“ voru kapparnir: Skúli E Kristjánsson Sigurz,

Magnús Már Pálsson, Magnús Hjaltested og Ragnar Páll Stefánsson

Bestum árangri pr. árgang náðu þessir:

10b. Hrafnar.

9b. Kjóar

8b. Teistur

Mótsstjóri var Tómas Rasmus.

DSC01199

Sjöttubekkingar standa sig vel

DSC01199
Sjöttubekkingar hafa verið á fullu 
að undanförnu að æfa jólaleikrit sem byggt er á Jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum – í leikgerð Sigrúnar Bjajrkar Cortes. Nú er komið að lokum æfinga og verður leikritið sýnt fyrir nemendur og foreldra í þessari viku. Þegar leikverk er sett á svið þurfa allir nemendur að taka höndum saman og í 6. bekkjunum báðum, svölum og súlum, eru hljóðmenn, ljósamenn, kynnar, upplesarar, tónlistarfólk auk leikara á sviði sem leggjast á eitt til að sýningin gangi upp.  Það tekst svo sannarlega! Til hamingju kennarar og nemendur í 6. bekk með frábæran árangur.   

DSC01153

Jólaþorp nemenda í 7. og 8. bekk.

DSC01153

Nemendur í 7. og 8. bekk hafa undanfarna þematíma unnið að jólaþorpi sem nú rís fyrir framan bókasafn skólans. Það hefur upp á flest það að bjóða sem prýða má slíkt þorp, s.s. skóla, vita, bryggju, báta, lest, ráðhús, skíðabrekku, tjörn, jólasveina og að sjálfsögðu fólk af öllum stærðum og gerðum. Nemendur hafa verið áhugasamir og duglegir í þessari vinnu og hvetjum við foreldra og aðra að koma og líta á þorpið við tækifæri.

Skoðið notalegu stemninguna í jólaþorpinu.

DSC01141

Lúsíumessan 13. desember

DSC01141
Það er orðin hefð í Salaskóla að halda upp á Lúsíumessu 13. desember sem tengist verndardýrðlingnum Santa Lúsíu. Kór Salaskóla, sem  skipaður er nemendum úr 3.-7. bekk, sér ávallt um Lúsíuathöfnina undir stjórn tónmenntakennara sem að þessu sinni var Ragnheiður Ólafsdóttir. Krakkarnir klæðast þá hvítum kyrtlum, hnýta silfurbönd um mitti sér og höfuð og halda á ljósi. Lúsían sjálf er prýdd ljósakransi og með rauðan linda um mitti. Í morgun fór Lúsíugangan um allan skólann með söng og tilheyrandi hátíðleika. Guðrún Vala Matthíasdóttir í mávum var Lúsían þetta árið. Nemendur komu fram á ganga með kennurum sínum og fylgdust með göngunni. Falleg og friðsæl stund í Salaskóla í morgunsárið.

IMG_0027

Fimmtubekkingar láta gott af sér leiða

IMG_0027
Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla, spóar og jaðrakanar, ákváðu að þau vildu láta gott af sér leiða fyrir jólin þar sem margir eiga um sárt að binda þegar líða fer að jólum. Þau ákváðu að safna saman öllum fatnaði sem fjölskyldan heima fyrir hafði ekki lengur not fyrir ásamt því að kaupa gjafir fyrir þá sem minna mega sín. Þau pökkuðu inn öllum gjöfunum og fóru með þær ásamt öllum fatnaðinum til Mæðrastyrksnefndar í Fannborginni.  Þar sem þau voru mjög dugleg í söfnuninni þurftu þau að fá foreldri með sér í lið til að ferja gjafirnar og fatnaðinn fyrir þau því magnið var þvílíkt að ekki var hægt að taka það með í strætó.

Mjög vel var tekið á móti hópnum í Fannborginni þar sem þau fengu gómsætar kleinur, piparkökur og drykk til að snæða á staðnum. Þegar þau höfðu sungið fyrir starfsmenn Mæðrastyrksnefndar fengu þau að launum lukkuhálsmen sem vakti mikla lukku.  Á leið sinni út á stoppustöð gengu þau fram hjá félagsheimilinu Gjábakka og ákváðu að kíkja þar inn og syngja fyrir heldri borgarana sem tóku vel á móti þeim.  Fleiri myndir.

DSC01123

Gott fyrir lestraráhugann að fá rithöfund í heimsókn

DSC01123

Gunnar Helgason kom við hjá okkur í dag og las upp úr nýjustu bókinni sinni  Rangstæður í Reykjavík. Einnig talaði hann um fyrri bækurnar tvær sem eru komnar út áður í þessum bókaflokki. Það voru nemendur í 4. – 6. bekk sem komu í Klettagjá til að hlýða á Gunnar og nutu upplestursins sem var afar líflegur og skemmtilegur. Þau voru síðan dugleg að spyrja Gunnar á eftir um tilurð bókanna og hvert yrði framhaldið. Heimsókn sem þessi er eins og vítamínsprauta fyrir krakkana, kynning á slíku efni er afar hvetjandi fyrir lestraráhuga almennt, margir verða leitandi á eftir og taka sér bók í hönd. Fleiri myndir frá heimsókn Gunnars.
IMG_0151

Skín í rauðar skotthúfur …

IMG_0151


Í dag, 11. desember, er rauður dagur í Salaskóla en þá setur 
starfsfólk og nemendur skólans upp rauðar jólasveinahúfur og margir klæðast einhverju rauðu. Þetta er hefð sem lengi hefur verið viðhöfð í skólanum á þessum degi í desember. En eins og flestir vita fer bærinn að fyllast af alvöru jólasveinum innan tíðar og sá fyrsti kemur einmitt til byggða næstu nótt, blessaður karlinn hann Stekkjarstaur. Í morgunsárið voru margir krakkar mættir í bókasafn skólans til að ná sér í lestrarefni – og jólasveinahúfurnar settu óneitanlega skemmtilegan og jólalegan svip á bókasafnið. Já, allt fullt af litlum og stórum jólasveinum í skólanum í dag.