IMG_0027

Fimmtubekkingar láta gott af sér leiða

IMG_0027
Krakkarnir í 5.bekk í Salaskóla, spóar og jaðrakanar, ákváðu að þau vildu láta gott af sér leiða fyrir jólin þar sem margir eiga um sárt að binda þegar líða fer að jólum. Þau ákváðu að safna saman öllum fatnaði sem fjölskyldan heima fyrir hafði ekki lengur not fyrir ásamt því að kaupa gjafir fyrir þá sem minna mega sín. Þau pökkuðu inn öllum gjöfunum og fóru með þær ásamt öllum fatnaðinum til Mæðrastyrksnefndar í Fannborginni.  Þar sem þau voru mjög dugleg í söfnuninni þurftu þau að fá foreldri með sér í lið til að ferja gjafirnar og fatnaðinn fyrir þau því magnið var þvílíkt að ekki var hægt að taka það með í strætó.

Mjög vel var tekið á móti hópnum í Fannborginni þar sem þau fengu gómsætar kleinur, piparkökur og drykk til að snæða á staðnum. Þegar þau höfðu sungið fyrir starfsmenn Mæðrastyrksnefndar fengu þau að launum lukkuhálsmen sem vakti mikla lukku.  Á leið sinni út á stoppustöð gengu þau fram hjá félagsheimilinu Gjábakka og ákváðu að kíkja þar inn og syngja fyrir heldri borgarana sem tóku vel á móti þeim.  Fleiri myndir.

Birt í flokknum Fréttir.