DSC01123

Gott fyrir lestraráhugann að fá rithöfund í heimsókn

DSC01123

Gunnar Helgason kom við hjá okkur í dag og las upp úr nýjustu bókinni sinni  Rangstæður í Reykjavík. Einnig talaði hann um fyrri bækurnar tvær sem eru komnar út áður í þessum bókaflokki. Það voru nemendur í 4. – 6. bekk sem komu í Klettagjá til að hlýða á Gunnar og nutu upplestursins sem var afar líflegur og skemmtilegur. Þau voru síðan dugleg að spyrja Gunnar á eftir um tilurð bókanna og hvert yrði framhaldið. Heimsókn sem þessi er eins og vítamínsprauta fyrir krakkana, kynning á slíku efni er afar hvetjandi fyrir lestraráhuga almennt, margir verða leitandi á eftir og taka sér bók í hönd. Fleiri myndir frá heimsókn Gunnars.
Birt í flokknum Fréttir og merkt .