
Í dag, 10. febrúar, er alþjóðlegi netöryggisdagurinn haldinn í tólfta sinn hjá yfir 100 þjóðum. Þema dagsins er „Gerum netið betra saman“ og víða er skipulögð dagskrá í þessum löndum þar sem fjallað er um þessi mál. SAFT vekur athygli á nýju fræðsluefni á vef sínu saft.is og er þar margt gagnlegt að finna fyrir foreldra og kennara til að styðjast við í sinni umfjöllun við krakkana svo sem um netheilræði, samskipti á netinu og hvað ber að varast.
Samtökin hafa einnig gefið út NETOÐIN 5 sem eru 5 góðar reglur sem vert er að hafa í huga þegar ferðast er um netið – sjá mynd. Þess virði að kíkja á síðu SAFT í dag og skoða það góða efni sem þar er í boði.


Úrslitamót unglingastigs fór fram sl. föstudag og efstur á þessu móti varð Róbert Örn Vigfússon úr 8. bekk en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá 


Salaskóli tók silfur á íslandsmóti stúlknasveita í skák á laugardaginn. Athygli vekur að þrjár systur skipuðu efstu þrjú borðin í liðinu okkar og ein góð skólasystir á fjórða borði. Þær sigruðu alla hina skólana nema meistaralið Rimaskóla. En stundum er gott silfur gulli betra. 
Stelpuskákmót var haldið í Salaskóla í dag, föstudag, til að finna sterkustu skákstelpurnar vegna Íslandsmóts stúlkna sem verður um næstu helgi. Sveitakeppni stúlkna verður 31. janúar og Íslandsmót stúlkna 1.febrúar. Alls kepptu 26 Salaskólastelpur úr 2. til 10. bekk. Sigurvegari varð Hildur Berglind Jóhannsdóttir úr 10. b. Í öðru sæti Þórdís Agla Jóhannsdóttir úr 3. b. Í þriðja sæti Rakel Tinna Gunnarsdóttir úr 6. b. Mótsstjóri var Tómas Rasmus. 





Á morgun er svokölluð Lúsíumessa. Í Salaskóla er hefð að farin sé Lúsíuganga í tengslum við þennan dag sem einmitt fór fram í morgun, föstudaginn 12. desember. Þetta er hátíðleg stund þar sem við njótum fallegs söngs og kertaljósa á göngum skólans.