Jólaball

18. desember 2009 er gengið í kringum jólatréð í 1. – 7.bekk . Jólaballið tekur  klukkustund.  Nemendur mæta tímanlega í sínar bekkjarstofur þar sem kennarinn tekur á móti þeim og kemur með þau í röð á sal.  Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 9:30 til 10:30: glókollar, starar, steindeplar, þrestir, lóur, teistur, helsingjar og ernir. Þessir bekkir mæta á jólaball klukkan 10:30 til 11:30: sólskríkjur, maríuerlur, hrossagaukar, lundar, hávellur, flógoðar, uglur og fálkar. Dægradvöl er opin þennan dag fyrir þau börn sem þar eru.  Þeir sem ætla að nota dægradvöl þurfa að láta vita.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .