Forgangsröðun vegna manneklu í dægradvöl

Það gengur illa að manna dægradvölina og nú þegar tæp vika er í skólasetningu eru aðeins fimm starfsmenn þar. Okkur vantar sjö til átta starfsmenn til viðbótar til þess að geta tekið við þeim fjölda barna sem óskað hefur verið eftir vistun fyrir. Það eru lítil sem engin viðbrögð við auglýsingum okkar en þó eigum við von á tveimur starfsmönnum á næstu dögum. Á liðnum árum höfum við stundum verið í svipaðri aðstöðu og þá rætist oft úr þegar háskólar og framhaldsskólar byrja.

Við vonum að það verði svo nú og jafnframt biðjum við ykkur, foreldrar góðir, að vekja athygli þeirra, sem e.t.v. eru að leita sér að hlutastarfi, á að hér er skemmtilega vinnu að fá. Það er líka möguleiki á fullu starfi ef svo ber undir.

Það er deginum ljósara að dægradvölin verður ekki starfhæf nema að hluta þriðjudaginn 23. ágúst þegar skólastarf hefst að fullu. Við verðum því að takmarka þann fjölda sem þangað kemur þar til meiri mannskapur fæst. Ákveðið hefur verið að forgangsraða þannig að nemendur í 1. bekk ganga fyrir og eldri nemendur verða svo teknir inn eftir því sem fjölgar í starfsmannahópnum.

Þetta er auðvitað afleitt ástand en við getum ekki veitt þá þjónustu sem til er ætlast nema hafa nægan mannskap. Við vonum að þið sýnið þessu skilning og að málin leysist hratt og vel. Við látum ykkur fylgjast með.

 

Birt í flokknum Fréttir og merkt , .