Skólasetning 22. ágúst

Salaskóli verður settur mánudaginn 22. ágúst nk.  Nemendur mæta sem hér segir:

5., og 6.   kl. 8:30

(Foreldrar nemenda í 5. og 6. bekk eiga að mæta á sama tíma og fara á fund vegna þess að börn þeirra fá afhentan ipad. Mjög mikilvægt að amk. annað foreldri mæti).

2., 3. og 4. bekkur        kl.   9:30
7., 8., 9. og 10. bekkur      kl. 10:30

 

 Nemendur sem eru að fara í 1. bekk verða sérstaklega boðaðir með foreldrum sínum dagana 22. og 23. ágúst.  Kennsla skv. stundaskrá hefst í 1. bekk miðvikudaginn 24. ágúst. Kennsla í 2. – 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst.

Dægradvöl opnar þriðjudaginn 23. ágúst kl. 13:30.

Nýir nemendur (aðrir en 1. bekkingar) eru boðnir í skólann fimmtudaginn 18. ágúst kl. 12:30. Þá fá þeir smá kynningu á skólanum og starfinu. 

Birt í flokknum Fréttir og merkt .