Á fjölgreindaleikum standa liðin saman og allir gera eins vel og þeir geta eins og fram hefur komið hér á síðunni áður. En í lok leikanna eru stig liða reiknuð saman og á endanum er eitt lið sem er efst að stigum. Stig eru ekki bara bundin við frammistöðu heldur er einnig hægt að fá aukastig fyrir ýmislegt sem tengist framkomu, einbeitni og stjórnun liðsins. Fyrirliðar gegna því stóru hlutverki þegar kemur að söfnun stiga. Í dag var svokölluð uppskeruhátíð fjölgreindaleika en þá var sagt frá því á sal hvaða lið fengu flest stig. Að þessu sinni var liðið Pappírspési efst að stigum og urðu því fjölgreindameistarar 2011. Mörg önnur lið voru nefnd til sögunnar sem stóðu sig afar vel.
Uppskera frá fjölgreindaleikum
Birt í flokknum Fréttir og merkt Fjölgreindaleikar.