Aðventuganga foreldrafélagsins

Hin árlega aðventuganga foreldrafélagsins verður fimmtudaginn 8. desember nk. Hún verður með hefðbundnum hætti og er dagskráin svohljóðandi:
17.30 spilar Skólahljómsveit Kópavogs jólalög í skólanum og kemur öllum í jólaskap.
18.00 Allir láta ljós sitt skína þegar gengið verður í Lindakirkju, þar mun kór Salaskóla flytja nokkur lög undir stjórn Ragnheiðar Haraldsdóttur.
18.45 Haldið aftur í Salaskóla þar sem boðið verður uppá piparkökur og heitt kakó.

Birt í flokknum Fréttir.