Vorskóli fyrir verðandi 1. bekkinga

Vorskóli Salaskóla verður mánudaginn 2. maí og þriðjudaginn 3. maí.
Skólastundin hefst kl. 14:00 báða dagana og er til kl. 15:30.
Börnin þurfa ekkert að hafa með sér.
Fyrri daginn verður upplýsingafundur fyrir foreldra. Við leggjum áherslu á að báðir foreldrar mæti.
Þeir sem komast af einhverjum ástæðum ekki þessa daga eru vinsamlega beðnir um að láta okkur vita í síma 441 3200.
Athugið að þessi heimsókn er ekki í tengslum við leikskólana. Foreldrar þurfa því að koma með og sækja börnin.

Birt í flokknum Fréttir og merkt .