Viðbrögð við óveðri

NAUÐSYNLEGT er að tilkynna til skólans ef nemandi er hafður heima vegna óveðurs (eða veikinda). Hægt er að hringja á skrifstofu skólans (570 4600), senda tölvupóst (ritari@salaskoli.is) eða senda tilkynningu af svæði foreldra í mentor.is. Notið tölvupóst fremur en hringingar þar sem búast má við miklu álagi á símakerfi skólans.

Samræmda viðbragðaáætlun vegna óveðurs má finna hér á heimasíðu skólans. Við biðjum foreldra um að kynna sér hana.

Athugið eftirfarandi:

Skóla er aldrei lokað í óveðri nema fyrir tilstilli almannavarnanefndar.

Foreldrar verða að geta treyst því að skóli sé opinn hafi almannavarnir eða skólaskrifstofa ekki gefið út sérstaka tilkynningu um annað.

Ætlast er til að foreldrar meti sjálfir hvort þeir senda börn sín í skóla þegar óveður geisar. Sé þeim haldið heima þarf að tilkynna það til skóla eins og önnur forföll. Séu börnin hins vegar send í skóla er þess vænst af foreldrum að þeir fylgi börnum sínum í skólann og sæki þau að loknum skóladegi.

Ætlast er til þess af þeim kennurum sem kenna í síðasta tíma á stundaskrá hvers bekkjar að þeir sjái svo um að börnin fari ekki ein út í óveður að afloknum skóladegi. Heimferð þeirra sé tryggð – ella sé börnunum haldið í skóla þar til foreldrar sækja þau eða aðrar ráðstafanir hafa verið gerðar.

Telji foreldrar vafasamt að senda börn í skóla vegna óveðurs áréttar skólinn að aldrei sé teflt í tvísýnu, öryggi barnanna sitji ávallt í fyrirrúmi.

 

Birt í flokknum Fréttir.