Útskrift 10. bekkinga

Útskrift nemenda í 10. bekk í Salaskóla fer fram við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga flytja tónlistaratriði og fulltrúar nemenda flytja ávörp. Að lokinni athöfn bjóða foreldrar upp á kaffi og kökur.

Foreldrar mæta með nemendum og afar og ömmur eru einnig velkomin.

Birt í flokknum Fréttir.