Úrslitamót yngsta stigs í skák

Úrslitamót yngsta stigs Salaskóla í skák fór fram föstudaginn 13. febrúar. Efstur á þessu móti varð Gunnar Erik Guðmundsson 2b. Maríuerlum en hann sigraði alla sína andstæðinga. Hér má sjá nánari úrslit. Úrslitin liggja nú fyrir, efstu fjórir úr hverjum árgangi komast áfram á lokamótið nema úr 3. bekk fara efstu fimm. Föstudaginn 6. mars verður síðan lokamótið Meistari meistaranna í Salaskóla árið 2015. Mótsstjóri er Tómas Rasmus

Birt í flokknum Fréttir og merkt .