Þungur morgun

Þungt ástanda er í Salaskóla á þessum dásamlega mánudagsmorgni. Talsverð forföll eru í starfsmannahópnum vegna veikinda. Einnig hafa margir átt í erfiðleikum með að komast í skólann og á það bæði við um nemendur og starfsfólk. Við getum ekki haldið uppi allri kennslu vegna þessa. Við sjáum bara til hvernig þetta gengur þegar líður á morguninn.

Þess má geta að það er í gildi gul veðurviðvörun til kl. 15 í dag og þá tekur önnur við.

Birt í flokknum Fréttir.