Frá stjórnendum Salaskóla

Ágætu foreldrar

Okkur undirrituðum er kunnugt um að póstkerfi Salaskóla, mentor, hafi verið notað af foreldrum í síðustu viku til að senda fjöldapóst vegna hugmynda um fyrirhugaða stækkun íþróttahússins. Við vitum ekkert um hvers vegna kerfið okkar var notað og berum enga ábyrgð á þeim bréfum sem send voru.

Sérhvert foreldri getur sent fjöldapóst á foreldra þeirra sem eiga barn í sama bekk. Skólinn getur ekki á neinn hátt stýrt þeim aðgangi né heldur borið ábyrgð á póstsendingum í gegnum kerfið. Við viljum því enn árétta að póstkerfið á ekki að nota í öðrum tilgangi en þeim sem varðar skólastarfið og samskiptum foreldra vegna nemenda í hverjum bekk.

Salaskóli tekur enga afstöðu til þess máls sem hér um ræðir og harmar að póstkerfi skólans hafi verið nýtt með þessum hætti.

Skólastjórnendur Salaskóla

skolinnbyrjar

Skólinn settur

skolinnbyrjar
Í dag, 21. ágúst, var Salaskóli settur í 13 sinn en þá mættu nemendur í andyri skólans og voru skipaðir í bekki af skólastjórnendum. Síðan fóru þeir með umsjónarkennara sínum í kennslustofu bekkjarins þar sem afhent var stundaskrá og spjallað saman. Margir foreldrar fylgdu börnum sínum til skóla í dag. Það er alltaf eftirvænting hjá krökkunum að byrja aftur, gaman að hitta félagana og setja dagana í fastar skorður. Flestir eru broshýrir, jafnvel sposkir á svipinn en aðrir hljóðir og pínulítið feimnir sem er afar eðlilegt við þessar aðstæður. Í Salaskóla eru um 520 nemendur núna og hafa þeir aldrei verið fleiri, af þeim sökum er búið að setja niður tvær lausar skólastofur á skólalóðinni sem hafa fengið heitin Fjallasalur og Skógarsalur. Við, starfsfólkið í Salaskóla, hlökkum til starfsins í vetur. Skóli hefst samkvæmt sundaskrá á morgun, föstudag, hjá öllum nema 1. bekkingum sem verða boðaðir sérstaklega. Myndir frá skólasetningu.

Útskrift og skólaslit

Í dag, 4. júní,  þreyta 10. bekkingar sitt síðast próf í grunnskóla og halda að því loknu í tveggja daga útskriftarferð.
Fimmtudagskvöldið 6. júní, kl. 20:00, verða þeir svo útskrifaðir úr skólanum við hátíðlega athöfn. Foreldrar koma með sínum 10. bekking og allir koma með eitthvað á kaffihlaðborðið.
Föstudaginn 7. júní eru skólaslit og þeim verður skipt í tvennt. Helmingur nemenda í 1. – 9. bekk mætir kl. 10 og hinn hlutinn kl. 1030. Í fyrstu verður safnast saman í andyri skólans þar sem við eigum góða stund saman og eftir það gengur hver bekkur til sinnar stofu með umsjónarkennara sínum. Foreldrar eru velkomnir ef þeir vilja. Skólaslitin taka um 40 mínútur. Dægradvölin er opin frá kl. 800 – 1200. Þeir sem ætla að nýta sér hana þurfa að láta vita. Þeir bekkir sem eiga að mæta kl. 10:00 eru: sólskríkjur, músarrindlar, lóur,tildrur, tjaldar, jaðrakanar, súlur, lundar, kjóar, krummar, mávar

Kl. 10:30 mæta svo: glókollar, hrossagaukar, þrestir, vepjur, spólar, svölur, ritur, kríur, teistur, smyrlar, hrafnar

Vormyndasöfn:

Útskrift 10. bekkjar 6. júní 
Skólaslit 1. – 9. bekkjar 7. júní 

Vorhátíð foreldrafélagsins 

Öskudagur í Salaskóla

Á öskudag verður öskudagsgleði í Salaskóla. Skóladagurinn verður svolítið óvenjulegur og alveg örugglega einstaklega skemmtilegur. Nemendur mæta í búningum, taka þátt í alls konar sprelli og foreldrafélagið gefur öllum nammipoka. Allir fá svo pylsur í matinn líka þeir sem ekki eru í mat að öllu jöfnu.

Skólinn opnar á venjulegum tíma en við gefum krökkunum svigrúm að mæta til kl. 9:00. Það gerum við til þess að þeir fái meiri tíma til að klæða sig ef þess þarf.

Skóladagurinn verður styttri en venjulega og allt er búið kl. 12:00. Dægradvölin verður þá opin eins og venjulega til kl. 17:00. Að gefnu tilefni skal tekið fram að allir eiga að mæta þennan dag. Í fyrra báðu foreldrar 5 eða 6 barna um leyfi.

hilmar

Skemmtilegur nóvember að baki

Í Salaskóla er alltaf heilmikið um að vera og nóvember var sérlega viðburðarríkur mánuður er þetta varðar. Við fáum oft skemmtilegar heimsóknir og krakkarnir bjóða oft til sín gestum til að hlýða á tónlist, söng og atriði á sviði. Hver bekkur í skólanum skipuleggur eina sýningu að vetri þar sem allir nemendurnir taka þátt í sýningunni með einhverjum hætti. Svölurnar voru einmitt á dögunum með glæsilega sýningu fyrir foreldra og aðra bekki í skólanum. Þau sungu, lásu ljóð, fluttu tónlist og settu á svið þjóðsöguna Djáknann á Myrká í nútímalegum búningi með tilheyrandi leikhljóðum og tónlist. Flott vinna hjá krökkunum sem þau fengu mikið lof í lófa fyrir. Fleiri bekkir eru að undirbúa samsvarandi sýningu.

hilmarHilmar Örn Óskarsson, ungur og upprennandi rithöfundur, kom við hjá okkur í síðastliðinni viku og las upp úr bók sinni „Kamilla vindmylla – og bullorðna fólkið“ fyrir nemendur í 3. og 4. bekk. Þetta er fyrsta barnabók Hilmars og krakkarnir kunnu aldeilis vel að meta innihaldið og skemmtu sér hið besta. Í lokin spurðu þau Hilmar nokkurra spurninga t.d. hvernig hann fengi hugmyndir þegar hann væri að skrifa. Skemmtileg og gefandi heimsókn. Myndir.

Nemendur í 1. og 2. bekk buðu til sín foreldrum um miðjan nóvember til að hlýða á samsöng í salnum. En hún Heiða tónmenntakennari er dugleg að láta krakkana syngja saman – oft með tilheyrandi látbragði. Foreldrarnir flykktust í skólann til að hlusta á krakkana sína syngja og fengu meira að segja að taka undir sönginn á köflum.

Síðast en ekki síst var skemmtileg uppákoma á degi íslenkrar tungu, 16. nóvember, en þá kepptu teistur og mávar til úrslita í lestrarkeppninni LESUM MEIRA. Lestrarkeppnin  er búin að vera í gangi síðan í haust á miðstiginu þar sem hver og einn hefur keppst við að lesa ákveðnar bækur sem gefnar voru upp fyrir keppnina. Bekkjarlið kepptu síðan sín á milli í október og nóvember sem endaði með að lið mávanna stóð uppi sem sigurvegari. Krakkar í öllu bekkjum á miðstigi lögðu á sig mikla vinnu við lesturinn og stóðu sig öll afar vel. Skemmtileg hvatning fyir krakka á miðstigi sem vonandi verður árlegur viðburður hjá okkur í Salaskóla. Hér má sjá myndir frá lestrarkeppninni.

Stjórnendur bjóða í morgunkaffi

Miðvikudaginn 17. október verður fyrsta morgunkaffi skólaársins. Þá er foreldrum 9. bekkinga boðið í kaffisopa með skólastjórnendum. Daginn eftir koma svo foreldrar 10. bekkinga og svo heldur þetta áfram fram í byrjun desember. Meðfygljandi er listi yfir kaffiboðin. Athugið að hann getur tekið breytingum. Við sendum boð á foreldra þegar nær dregur. En endilega taka morguninn frá. Við byrjum kl. 810 og hættum kl. 900.

17.okt

9. bekkur

18.okt

10. bekkur

19.okt

Sólskríkjur

25.okt

Músarindlar

30.okt

Glókollar

31.okt

Jaðrakanar

1.nóv

Hrossagaukar

2.nóv

Spóar

6.nóv

Lóur

7.nóv

Svölur

8.nóv

Súlur

9.nóv

Kríur

21.nóv

Mávar

22.nóv

Þrestir

23.nóv

Ritur

27.nóv

Lundar

28.nóv

Teistur

29.nóv

Tildrur

30.nóv

Tjaldar

5.des

8. bekkur

6.des

Vepjur

skolasetn

Skólasetning

skolasetn
Nemendur streymdu á skólasetningu í morgun til þess að hitta umsjónarkennarann sinn, skólafélagana og fá stundaskrána í hendur. Krakkarnir voru hressir og glaðlegir að sjá eftir gott sumarfrí, eftirvæntingin skein úr andlitunum en það bar á feimni hjá einstaka nemanda eins og ofureðlilegt er. Foreldrar koma gjarnan með krökkunum í skólann fyrsta daginn. Skólinn hefst svo samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudag, en fyrstubekkingar mæta ekki í skólann fyrr en á föstudaginn.

10._bekkur_tskrift

Skólanum slitið

10._bekkur_tskrift

Salaskóla var slitið í dag hjá 1. – 9. bekk en þá komu nemendur til þess að taka á móti vitnisburði sínum. Hafsteinn skólastjóri sagði nokkur vel valin orð, kórinn söng lög og allir tóku undir skólasönginn „Í Salahverfið mætum við sérhvern skóladag…“ áður en umsjónarkennarar gengu til stofu með bekkinn sinn til að afhenda einkunnirnar. Margir foreldrar fylgdu krökkunum sínum á skólaslitin í dag. Krakkarnir hlupu svo út í sumarið á eftir, léttir í lund, tilbúnir að takast á við ævintýrin sem bíða handan við hornið í sumarfríinu. 

Í  gærkvöldi var útskrift nemenda í 10. bekk sem fór fram við hátíðlega athöfn í sal skólans. Tónlistarmenn úr röðum 10. bekkinga fluttu tónlistaratriði og fulltrúar nemenda auk umsjónarkennara í 10. bekk fluttu ávörp. Hver nemandi var kallaður upp á svið þar sem flutt voru vel valin orð um hann og prófskírteini afhent. Að athöfn lokinni buðu foreldrar upp á kaffi og kökur.

utskrift10._bekkur_6.6

krinn

Góð stemning á opnum degi 11. maí

krinn
Gríðarlega góð stemning var í skólanum í morgun þegar foreldrar og aðstandendur mættu á opnan dag í skólanum. Nemendur leiddu gesti sína um skólann  til að sýna öll þau fjölmörgu verkefni sem þau höfðu unnið bæði inni í bekk sem í smiðjum. Boðið var upp á samsöng árganga, hljóðfæraleik og sýnd var kvikmynd nemenda um SOS barnaþorpin sem unglingadeildin hyggst styrkja sérstaklega. Í fjáröflunarskyni fyrir hjálparstarfið seldu nemendur í unglingadeild kaffi og bakkelsi og einnig voru til sölu svokalllaðar trönur sem eru brotnir fuglar úr pappír. Gestir kvöddu með bros á vör eftir velheppnaðan morgun og við erum ákaflega stolt af öllum nemendunum okkar í Salaskóla.  Myndir.