Sumarfrí

Nú erum við starfsfólk Salaskóla komin í sumarfrí. Þökkum nemendum, foreldrum gott samtarf við oft erfiðar aðstæður í vetur og sérstaklega í vor. Veirufaraldur, verkföll, vatnsflóð og stundum veður settu strik í reikninginn, en saman unnum við okkur í gegnum þetta allt og lukum skólaárinu með sóma. Það verður talsverð starfsemi í skólahúsinu í sumar. Leikskólarnir nota húsið fyrir sína starfsemi, félagsmiðstöðin Fönix er opin í sumar, vinnuskólinn er með aðstöðu og svo verður boðið upp á gistingu í skólanum á símamóti Breiðabliks og einnig á móti á vegum Gerplu.
 
En skrifstofa skólans opnar svo aftur í vikunni eftir verslunarmannahelgi.
 
Hafið það gott í sumar!
Birt í flokknum Fréttir.